Hotel Velotel Brugge

Hotel Velotel Brugge

Gist verður á 4* hótelinu Velotel Brugge í útjaðri borgarinnar, en hótelið er sérlega vel staðsett fyrir aðgengi að hjólastígum svæðisins. Um 2,2 km eru að miðbæ Brugge. Herbergin eru rúmgóð og parketlögð. Þau eru að sjálfsögðu með baði/sturtu, minibar, sjónvarpi, öryggishólfi og loftkælingu. Ókeypis þráðlaus nettenging er á öllu hótelinu. Einnig er gufubað og líkamsræktaraðstaða.