Hotel Postwirt í Ebbs

Hotel Postwirt í Ebbs

Gist verður á 4* hótelinu hotel Postwirt í Ebbs, skammt frá Kufstein. Þetta huggulega fjölskyldurekna hótel er innréttað í hlýlegum alpastíl sem er einstaklega notalegur. Stór garður með legubekkjum er bakvið hótelið þar sem gott er að njóta sólarinnar. Í garðinum er vatnslind nýtt í Kneipp heilsubótaraðstöðu, en Kneipp byggir á þeirri kenningu að það sé mikil heilsubót fyrir blóðrásina af köldum handa- og fótaböðum. Á hótelinu er úrvals heilsulind með góðri aðstöðu til að láta líða úr sér eftir góða göngu; eimbað með ilmi, finnsk sauna, saltvatnseimbað, innrauður klefi, hitabekkir, hvíldarherbergi, ljósastofa, tebar og eðalsteinavatn.

Boðið er upp á ýmsar heilsu- og snyrtimeðferðir gegn gjaldi. Gestrisni hóteleigendana kemur berlega í ljós þegar kemur að því að reiða fram dýrindis máltíðir. Kvöldverðurinn er fjögurra rétta en hægt er að velja milli rétta og morgunverðarhlaðborðið er ríkulegt. Herbergin eru með baði/sturtu, hárþurrku og sjónvarpi með gervihnattastöðvum. Gestir fá baðslopp til afnota á meðan á dvölinni stendur.




Póstlisti