Hotel Poiano

Hotel Poiano

Gist verður í 7 nætur á 4* hótelinu Hotel Poiano sem staðsett er í mörgum notalegum byggingum við Gardavatn. Kvöldverðir og morgunverðir eru í formi hlaðborðs. Á hótelinu er heilsulind þar sem hægt er að slaka á eftir útiveru dagsins. Þar má finna sundlaug, tyrkneskt gufubað, sánu og líkamsræktaraðstöðu. Boðið er upp á ýmsar heilsumeðferðir gegn gjaldi. Einnig er hótelið með legubekki á veröndinni við sundlaugina. Herbergin eru öll með svölum, sturtu, hárþurrku, loftkælingu, míníbar og öryggishólfi.