Hotel Park Inn by Radison Tallin

Hotel Park Inn by Radison Tallin

Gist verður á 4* hótelinu Park Inn by Radison nálægt elsta hluta miðbæjarins og 1 km frá höfninni. Fjöldi verslana og veitingastaða er í næsta nágrenni. Hótelið er mjög nýtískulegt og innréttað í sterkum litum. Öll herbergin eru með baði/sturtu, hárþurrku, míníbar og sjónvarpi með gervihnattastöðvum. Á hótelinu er gufubað og nuddpottur, sem þarf að bóka aðgang að fyrirfram í móttökunni. Aukagjald er tekið fyrir.