Töfrar Andalúsíu

28. september - 5. október 2024 (8 dagar)

Yndisleg náttúrufegurð í bland við merkar söguslóðir bíða okkar í þessari dásamlegu ferð til Andalúsíu á Spáni. Byrjum á að dvelja í borginni Granada, höfuðborg Andalúsíu, sem býr yfir einstöku andrúmslofti. Granada er mikil menningarborg en um leið afar dularfull og forn en hún var síðasta höfuðvígi Mára á Íberíuskaganum og áhrifa þeirra gætir víða í borginni. Þar má nefna Alhambra höllina, eina af þekktustu og fegurstu byggingum heims. Á leið okkar til Sevilla, tekur hrífandi borgin Córdoba á móti okkur en hún var ein stærsta höfuðborg Evrópu á 11. öld, þar sem gyðingar, múslimar og kristnir menn lifðu í sátt og samlyndi. Eitt helsta aðdráttarafl Córdoba er Mezquita moskvan sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Við upplifum sæludaga í Sevilla en borgin státar sig af Real Alcazar höllinni sem þykir ein sú fallegasta í Andalúsíu. Heillandi er að rölta í gegnum Barrio de Santa Gruz, elsta hluti Sevilla og fyrrum gyðingahverfi borgarinnar, og skoða hinar fjölmörgu hallir, falleg torg, brunna og þröngar götur. Við förum í skemmtilega siglingu á tvíbytnu til gömlu borgarinnar Cádas sem er ein af elstu borgum Vestur-Evrópu. Höldum einnig til bæjarins Jerez sem er þekktur fyrir konunglega reiðskólann sinn og vínframleiðslu, sér í lagi dýrindis sérrí heimamanna. Áð verður í bænum Ronda sem situr á stórbrotinni klettasyllu en þar voru háðir miklir bardagar í spænsku borgarastyrjöldinni. Þessi ljúfa ferð endar við Costa del Sol strandlengjuna í Málaga, fæðingarbæ hins heimsfræga listamanns, Pablo Picasso. 

Verð á mann 369.500 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 74.600 kr.


Innifalið

  • 8 daga ferð.
  • Flug með Play og flugvallarskattar.
  • Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
  • Morgunverðir allan tímann á hótelum.
  • Fimm kvöldverðir á hótelum. 
  • Einn kvöldverður á spænskum veitingastað í Granada. 
  • Einn kvöldverður á spænskum veitingastað í Málaga.
  • Flamenco danssýning í Sevilla. 
  • Aðgangur að Alhambra höllinni í Granada.
  • Aðgangur að Mezquita moskvunni í Córdoba.
  • Aðgangur að Real Alcázar höllinni í Sevilla.
  • Aðgangur að nautaatshringnum í Ronda.
  • Aðgangur að rómverska leikhúsinu í Málaga.
  • Sigling á tvíbytnu til Cádiz.
  • Heimsókn til vínbónda í Jerez.
  • Hádegisverður hjá vínbónda í Ronda. 
  • Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
  • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

  • Aðgangseyrir inn í söfn, hallir og kirkjur önnur en talin eru upp undir innifalið.
  • Siglingar.
  • Hádegisverðir.
  • Þjórfé.
  • Ferða- og forfallatryggingar.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

28. september | Flug til Malaga á Spáni & Granada

Brottför frá Keflavík kl. 10:00. Mæting í Leifsstöð u.þ.b. 2,5 klst. fyrir brottför. Lending í Malaga kl. 16:40 að staðartíma og er stefnan sett á fallegu borgina Granada. Gist í tvær nætur á góðu hóteli miðsvæðis í Granada. Sameiginlegur kvöldverður á góðum veitingastað í bænum.

29. september | Granada & Alhambra höllin

Við byrjum yndislegan dag á því að heimsækja eina af glæsilegustu og þekktustu byggingum heims, sjálfa Alhambra höllina sem reist var á 14. öld og þjónaði sem höll og vígi háttsettra Mára. Fegurð hallarinnar, sem dregur nafn sitt af arabíska orðinu „rauður kastali“, hrífur hvern þann sem hana heimsækir enda er hún á heimsminjaskrá UNESCO. Eftir hádegi skoðum við okkur betur um í Granada þar sem við röltum um þröngar og litskrúðugar götur. Við förum einnig í elsta hluta borgarinnar, Albaicín, gamla Mára hverfið, þaðan sem einstakt útsýni er yfir borgina sjálfa og Sierra Nevada fjallgarðinn.

30. september | Córdoba & Sevilla

Nú kveðjum við Granada eftir yndislega daga og höldum til höfuðborgarinnar Sevilla. Á leiðinni þangað tekur hrífandi borgin Córdoba á móti okkur en fæstir vita að þessi borg var ein stærsta höfuðborg Evrópu á 11. öld, þar sem gyðingar, múslimar og kristnir menn lifðu saman í sátt og samlyndi. Eitt helsta aðdráttarafl Córdoba er Mezquita moskvan sem er á heimsminjaskrá UNESCO og er ein sú merkilegasta á Spáni. Þar má sjá byggingarstíla nokkurra tímabila, gotneska-, endurreisnar- og barokktímans ,sem blandast á töfrandi hátt við máríska arkitektúrinn. Nú bíður okkar Sevilla, höfuðborg og stærsta borg sjálfstjórnarhéraðsins Andalúsíu. Borgin er miðstöð menningar, lista og fjársýslu á Suður-Spáni. Gist verður þar í þrjár nætur á góðu hóteli.

Opna allt

1. október | Sevilla, Real Alcázar höllina & flamenco sýning

Márar bjuggu í Andalúsíu í 800 ár og settu því mikinn svip á arkitektúr borgarinnar. Við ætlum að kynnast því áhugaverðasta sem þessi merka og yndislega borg hefur upp á að bjóða. Hér er m.a. að finna elstu dómkirkju heims og það er tilkomumikið útsýni yfir borgina úr klukkuturni kirkjunnar, La Giralda. Við skoðum eina fallegustu höll Andalúsíu, Real Alcázar höllina, sem byggð var í márískum stíl á 14. öld. Sevilla er sögusvið frægu óperunnar Carmen og hér á Kristófer Kólumbus að hafa skipulagt sjóferð sína til að finna Ameríku. Það er yndislegt að rölta um litlar, þröngar götur gamla gyðingahverfisins, Santa Cruz, með sínum fjölbreyttu kaffi- og veitingahúsum. Frjáls tími verður til að skoða sig betur um á eigin vegum. Um kvöldið verður farið á líflega flamenco sýningu með dans og söng.

2. október | Cádis & Jerez de la Frontera

Í dag höldum við í skemmtilega ferð suður á bóginn til Santa Maria en þaðan förum við í ljúfa siglingu á tvíbytnu til gömlu borgarinnar Cádiz sem er elsta borg Vestur-Evrópu en þarna tók byggð fyrst á sig mynd í kringum 1100 f. Kr. Eftir góðan tíma þar verður komið til Jerez sem er þekkt fyrir konunglega reiðskólann sinn og vínframleiðslu, sér í lagi dýrindis sérrí heimamanna. Auðvitað er ekki hægt að fara héðan án þess að sækja einn bóndann heim þar sem við fáum að smakka á mjöð þeirra áður en ekið verður aftur til Sevilla.

3. október | Ronda & Málaga

Nú verður stefnan tekin á Málaga en á leiðinni þangað verður komið við í litla fjallabænum Ronda sem situr á stórbrotinni klettasyllu. Í Ronda voru háðir miklir bardagar í spænsku borgarastyrjöldinni 1936-1939 og einnig er frægt atriði í skáldsögu Ernest Hemingways, Hverjum klukkan glymur, sagt vera innblásið af raunverulegum atburðum héðan. Við skoðum okkur aðeins um í Ronda, förum að nautaatshringnum og njótum töfrandi útsýnis til nærliggjandi fjalla. Eftir það ætlum við að kynna okkur vínframleiðslu á svæðinu og fá að smakka á afurðum heimamanna ásamt léttum hádegisverði. Við höldum svo áfram för okkar til yndislegu borgarinnar Málaga þar sem gist verður síðustu tvær næturnar.

4. október | Ljúfur dagur í Málaga

Daginn byrjum við á skemmtilegri og fróðlegri skoðunarferð um Málaga en þessi borg hefur upp á svo margt að bjóða og skoðum við m.a. rómverska leikhúsið. Hér upplifir maður yndislegar strendur Costa del Sol strandlengjunnar og svo örlítið ofar, uppi í gömlum þröngum götum borgarinnar, taka á móti manni litlir krúttlegir veitingastaðir í bland við góða vínkjallara. Í Málaga fæddist hinn heimsfrægi listamaður Pablo Picasso og myndlistaráhugafólk ætti að heimsækja Picasso safnið. Eins er vert að heimsækja Alcazaba, vígvirkið ofan við borginni, og njóta einstaklega fallegs útsýnis yfir strandlengjuna. Þessum síðasta degi okkar ljúkum við með glæsilegum kveðjukvöldverði í miðbæ Málaga.

5. október | Heimferð frá Málaga

Nú er komið að heimferð eftir yndislega daga. Frjáls tími er til að kanna umhverfið og njóta lífsins þar til haldið verður út á flugvöll. Brottför frá Málaga er klukkan 17:40 og lending í Keflavík klukkan 20:30 að staðartíma.

Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum þegar komið er á staðinn.

Myndir úr ferðinni

Fararstjórn

Aðalheiður Jónsdóttir

Aðalheiður, eða Alla eins og hún er alltaf kölluð, hefur verið fararstjóri á Costa del Sol, Mallorca, Kanaríeyjum, í Portúgal og Brussel, auk þess sem hún hefur verið leiðsögumaður innanlands fyrir smærri hópa. Á ferðalögum leggur hún áherslu á að njóta þess sem áfangastaðurinn hefur upp á að bjóða og njóta ólíkrar menningar.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790




Póstlisti