Nafnalistar

Nafnalistar

Samþykki vegna birtingu persónuupplýsinga á nafnalista ferðar.

Bændaferðir er vörumerki í eigu Ferðaþjónustu bænda hf. sem er ábyrgðaraðili að vinnslu persónuupplýsinga sem fram fer af hálfu Bændaferða.

Sem liður í þjónustu og upplifunar farþega okkar bjóðum við farþegum að skrá nafn sitt og sveitarfélag á nafnalista sem dreift er meðal samferðarmanna í ferð með Bændaferðum. Nafnalistinn auðveldar farþegum, sem veita samþykki sitt, að henda reiður á hverjir eru samferðarmenn í ferðinni og að hafa samband hver við annan á meðan ferðinni stendur og eftir að henni lýkur. Ferðaþjónusta bænda hf. mun ekki nota tiltekna nafnalista í öðrum tilgangi eða dreifa til annarra aðila en til samferðamanna í ferð.

Nafnalista er dreift af fararstjóra í upphafi ferðar. Þú getur lýst yfir samþykki þínu fyrir slíkri vinnslu í samræmi við ákvæði laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018. Ekki er skylt að veita samþykki fyrir vinnslunni og sú þjónusta sem Ferðaþjónusta bænda hf. veitir farþegum breytist í engu eða skerðist þó samþykki sé ekki veitt. Upplýsingar ferðakaupenda eru geymdar eins lengi og þörf krefur vegna íslenskra laga og til að geta brugðist við ágreiningi og kröfum vegna ferðar. Eftir þann tíma er persónugreinanlegum gögnum eytt. Að öðru leiti er vísað í persónuverndarstefnu Bændaferða.

Staðfest samþykki er gefið með því að haka með viðeigandi hætti í bókunarferli eða inni á Ferðin mín á vefnum, eða með því að gefa munnlegt samþykki hjá skrifstofu Bændaferða. Með staðfestu samþykki veitir þú Ferðaþjónustu bænda hf. heimild til að dreifa nafni þínu og sveitarfélagi meðal samferðamanna þinna í ferð þinni með Bændaferðum.

Heimilt er að draga gefið samþykki til baka hvenær sem er og skal það gert með því að hafa samband við skrifstofu Bændaferða. Afturköllun samþykkis hefur ekki áhrif á lögmæti vinnslu sem heimiluð er á grundvelli samþykkis fram að afturkölluninni, sbr. 3. mgr. 10. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.

Markmið þess að afla upplýsts samþykkis frá farþegum okkar er að tryggja að fyrir hendi sé heimild til að setja nafn og sveitarfélag þeirra sem samþykkja á nafnalistann.