Mont Blanc fjallamaraþonið - heimildarmynd

Mont Blanc fjallamaraþonið - heimildarmynd

Bærinn Chamonix stendur við rætur Mont Blanc, eins hæsta fjalls Evrópu og er einn elsti skíðabær Frakklands, en þar voru fyrstu vetrarólympíuleikarnir haldnir árið 1924. Fjallið Mont Blanc laðar að sér fleiri en skíðaiðkendur, því hlauparar sem og fjallgöngufólk reyna við hlíðar þess, hæðir og fjallvegi allan ársins hring. Hvarvetna er um spennandi hlaupaleiðir í dýrðlegu fjallalandslagi sem skora á styrk hvers hlaupara. Í þessu fræga utanvegahlaupi eru nokkrar vegalengdir í boði, 80 km ultra maraþon, maraþon, hálfmaraþon og 10 km hlaup. Hlaupaleiðirnar eru hver annari stórfenglegri, en farið er fram hjá jöklum, yfir ár og í gegnum lítil fjallaþorp þar sem þorpsbúar hafa víðsvegar safnast saman til að fagna hlaupurum og hvetja þá til dáða.

 
Hérna er frábær heimildarmynd um atburðinn sem sýnir svo sannarlega vel stemninguna í hlaupinu!

Tryggðu þér örugga skráningu í vinsælustu maraþon heims!

 
Bændaferðir bjóða upp á spennandi og fjölbreyttar hlaupaferðir.

Bændaferðir skipuleggja einnig hópferð í önnur hlaup, hafðu samband með ykkar óskir!

 

 

Tengdar ferðir