Vala Húnbogadóttir

Vala Húnbogadóttir

Valgerður fékk útivistaráhugann með móðurmjólkinni og var tveggja ára kennt á skíði af móður sinni sem var skíðakennari. Æskunni var varið í fjalllendi og láglendi Ísafjarðar, Akureyrar og Noregs.

Skíðaferðir og vetrarútilegur eru í miklu uppáhaldi en göngu- og skíðagleði barna eru hennar helsta rannsóknarefni. Því þó að hátindar og jöklar heilli eiga örævintýri í náttúrunni með börnunum hennar þremur stærstan sess. Þá er prímusinn ávallt með í för og fátt áhugaverðara en tilraunastarfsemi í náttúrueldhúsinu.

Eftir að hafa varið stærstum hluta fullorðinsáranna erlendis fluttist hún áftur til Íslands árið 2018. Þá tók hún þátt í tveimur fjallaverkefnum, Fjallatindum og Ævintýratindum, undir leiðsögn Vilborgar Örnu árin 2019 og 2020. Hún hefur lokið AIMG jökla 1, námskeiði í skyndihjálp í óbyggðum og ýmsum námskeiðum er tengjast vetrarfjallamennsku.

Valgerður er menntaður lögfræðingur og er með master í þjóðarétti frá Háskólanum í Osló. Nú stundar hún nám í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands.
Póstlisti