Go to navigation .
Steingrímur hefur alla kosti góðs fararstjóra. Talar hvorki of mikið eða of lítið. Lætur sér annt um að fólkinu líði vel. Hefur góða nærveru. Fróður og skemmtilegur.
Hann er mjög góður fararstjóri, rólegur og fróður um öll svæðin sem farið var til. Gott að leita til hans og tala við. Svo er hann með skemmtilegan húmor sem ekki spillir fyrir.
Mæli hiklaust með Steingrími. Hann uppfyllti allar kröfur sem hægt er að gera til fararstjóra.
Hef ferið margar svipaðar ferðir með ýmsum ferðaskrifstofum. Steingrímur ber algjörlega af.
Hann er lipur og þægilegur og leysir öll mál áður en kemur til vandræða; sem sé: Bestu meðmæli!