Steingrímur Gunnarsson

Steingrímur Gunnarsson

Steingrímur Gunnarsson er einn af okkar reynsluboltum í fararstjórn, enda hefur hann ferðast og dvalið langdvölum í ólíkum löndum, eins og t.d. Austurríki, Kína, Bólivíu, Giunea-Bissasu, Noregi og Spáni. Löndin sem hann hefur heimsótt erum komin yfir 80 talsins og því má segja að hér sé maður með mikla reynslu í farteskinu þegar að ferðalögum kemur. Tungumál, saga og mismundandi landshættir hafa alltaf heillað hann og hafði töluverð áhrif á námsval hans en Steingrímur er með cand.mag í tungumálum og bókmenntum frá Háskólanum í Osló ásamt mastersgráðu í alþjóðastjórnmálum frá University of Salford og Celta nám frá University of Cambridge. Einnig má nefna kennsluréttindi frá Háskóla Íslands ásamt réttindum sem leiðsögumaður á Íslandi.

Áhugasvið Steingríms er ansi fjölbreytt en þegar hann bjó í Kína vaknaði áhugi hans á tangó en þar er dönsuð skemmtileg og allsérstæð útgáfa af dansinum. Því lá leið hans til Buenos Aires og áfram þaðan til Montevideo í Úrúgvæ, þar sem tangóinn er mjög upprunalegur. Fyrir utan tangó og tungumál hefur Steingrímur einnig mikinn áhuga á siglingum, göngu- og hjólreiðaferðum.

Sem fararstjóri hefur hann starfað frá 1976, fram til dagsins í dag, m.a. fyrir Ingólf Guðbrandsson og síðar í fjölmörgum Bændaferðum. Steingrímur talar þýsku, spænsku, ensku og norsku.

Umsagnir farþega

Steingrímur hefur alla kosti góðs fararstjóra. Talar hvorki of mikið eða of lítið. Lætur sér annt um að fólkinu líði vel. Hefur góða nærveru. Fróður og skemmtilegur.

Hann er mjög góður fararstjóri, rólegur og fróður um öll svæðin sem farið var til. Gott að leita til hans og tala við. Svo er hann með skemmtilegan húmor sem ekki spillir fyrir.

Mæli hiklaust með Steingrími. Hann uppfyllti allar kröfur sem hægt er að gera til fararstjóra.

Hef ferið margar svipaðar ferðir með ýmsum ferðaskrifstofum. Steingrímur ber algjörlega af.

Hann er lipur og þægilegur og leysir öll mál áður en kemur til vandræða; sem sé: Bestu meðmæli!