Soffía Halldórsdóttir

Soffía Halldórsdóttir

Soffía Halldórsdóttir er fædd og uppalin í Svarfaðardal. Hún lauk kennaraprófi í einsöng og tónmennt frá Tónlistarskólanum í Reykjavík á árunum 1991-92 og kenndi síðan tónmennt við grunnskóla Reykjavíkur í nokkur ár. Soffía hugðist taka sér frí frá kennslu í eitt ár og fór til Prag, þar sem hún stundaði nám í tékknesku við Karlsháskólann. Dvölin í Prag varð öllu lengri en áætlað var í fyrstu eða samtals ellefu ár, en Soffía flutti aftur heim til Íslands haustið 2009.
 
Í Prag var Soffía yfirkennari í ensku á einkareknum leikskóla, þar sem hún þróaði eigin hugmyndir að kenna börnum tungumál í gegnum tónlist og leiki. Á þessum sama tíma kenndi hún einnig ensku í tungumálaskóla og ýmsum fyrirtækjum, ásamt því að starfa sem sjálfboðaliði við undirbúning að tónleikum í Pragkastala til fjáröflunar fyrir börn eftir flóðin miklu árið 2002. Það sama ár hóf Soffía störf sem fararstjóri, fyrst í Prag en síðan í mörgum borgum og löndum Evrópu, t.d. Kraká og Búdapest, Spáni, Króatíu, Búlgaríu, Tyrklandi, Gran Canaria og Tenerife. Hún hefur einnig tekið á móti nokkrum kórum í Prag og má þar nefna Háskólakórinn og Samkór Svarfdæla. Soffía hefur unnið sem fararstjóri fyrir Bændaferðir síðan árið 2011, bæði með sérhópa og ferðir í almennri sölu.
 
Soffía hefur ferðast mikið, enda er það eitt af áhugamálum hennar og hefur hún komið til tæplega þrjátíu landa. Hún á tvo syni og fjögur barnabörn.

Umsagnir farþega

Afar fróð um alla staði sem við heimsóttum sérstaklega sögu þeirra. Húmorinn var góður hjá henni.

Soffía var frábær í alla staði, sögufróð um öll þau svæði sem við fórum um. Svo var hún svo hjálpleg og flott. Gæti ekki hafa verið betra.Vonandi á ég eftir að njóta hennar áfram hjá ykkur. Takk fyrir frábæra þjónustu.

Hún er með bestu fararstjórum sem ég hef ferðast með og hef ég ferðast víða. Þægileg í alla staði, ég gef henni 10 í einkunn. Hún er vel lesin og vel skipulögð.

Hún er í alla staði frábær, létt og skemmtileg og hafsjór af fróðleik. Ég myndi vilja hafa hana með næst þegar ég færi. Hún reddar öllu sem þarf að redda og ferðin var bara í alla staði afskaplega ljúf og án allra hnökra. Ein besta ferð sem ég hef farið í.

Hún er mjög fróð, nákvæm í upplýsingum og skipulagningu. Áreiðanleg, hjálpfús og framúrskarandi skemmtileg. Gef henni mína bestu einkunn.