Rósa Richter

Rósa Richter

Rósa Richter starfar sem sálfræðingur á EMDR stofunni í Reykjavík. Í sambandi við meistararitgerð hennar framkvæmdi hún rannsókn sem skoðaði rök fyrir meðferð sem sameinar EMDR og listmeðferð. Í framhaldinu af þeirri rannsóknarvinnu þróaði hún áfallameðferð fyrir hópa sem boðið var upp á á Heilsustofnun NLFÍ. Hóparnir voru mjög vinsælir og í vitnisburðum sínum töluðu þátttakendur um djúpa og áhrifamikla vinnu í öruggu og hlýju umhverfi sem Rósa bauð upp á.
Nálgun Rósu sameinar vestrænar meðferðir eins og EMDR og listmeðferðarfræði og aldargamlar leiðir eins og andlega iðkun, hugleiðslu og jóga.
Rósa býr í Reykjavík og nánari upplýsingar um hana má finna á vefsíðu hennar.