Ólafur Örn Haraldsson

Ólafur Örn Haraldsson

Ólafur Örn Haraldsson er uppalinn á Laugarvatni og hefur masterpróf frá Englandi í skipulagi byggða og bæja og BA próf í sögu- og jarðfræði frá Háskóla Íslands. Alla sína tíð hefur hann stundað ferðalög af ýmsu tagi og verið fararstjóri á vegum Ferðafélags Íslands í gönguferðum, fjallgöngum og rútuferðum.
 

Fjallamennska er hans aðal áhugamál sem hann hefur stundað hérlendis og erlendis, klifið mörg háfjöll þ.á m. Mont Blanc, Kilimanjaro, Aconcagua hæsta fjall Suður Ameríku og lægri fjöll í Nepal. Einnig var hann í fyrstu skíðaleiðangrum Íslendinga yfir Grænlandsjökul og á Suðurpólinn. Ólafur Örn hefur ferðast um ýmis lönd utan Evrópu s.s. N. og S. Ameríku, nokkur lönd Afríku, Nepal, Buthan, Mijanmar (Burma), Azerbasjan, Kosovo, Síberíu o.fl.
 
Ólafur Örn hefur verið alþingismaður og þjóðgarðsvörður á Þingvöllum og er nú forseti Ferðafélags Íslands. Hann er kvæntur Sigrúnu Richter og eiga þau þrjá syni, Harald, Örvar og Hauk.

Umsagnir farþega

Yndislegur og skemmtilegur karl

Frábær fararstjóri

Mjög traustur og skemmtilegur