Magnús Björnsson

Magnús Björnsson

Magnús Björnsson fararstjóri er fæddur og uppalinn á Hólabaki í Austur-Húnavatnssýslu. Hann tók stúdentspróf frá MA og BA próf frá Háskóla Íslands.

Magnús fór fyrst til Kína árið 1990 en dvaldi þar samfleytt á árunum 1995-2000. Nam kínversku í 2 ár og fór síðan í meistaranám í alþjóðastjórnmálum við Renmin háskóla í Kína. Eftir útskrift starfaði hann í Kína í tæpt ár áður en hann snéri aftur til Íslands. Meðan á dvöl hans í Kína stóð ferðaðist hann vítt og breytt og kynntist þessu stórbrotna landi vel.
 
Eftir heimkomu hefur hann verið einn af örfáum íslenskum kínverskumælandi leiðsögumönnum sem tekið hefur á móti ört vaxandi ferðamannastraum Kínverja til Íslands. Hann hefur auk þess unnið við kennslu, þýðingar, túlkanir ofl. Hann starfar núna sem forstöðumaður Konfúsíusarstofnunar við Háskóla Íslands.

Magnús hefur verið fararstjóri í ferðum okkar til Kína síðan árið 2004.

Umsagnir farþega

Þessi ungi maður er tær snillingur, frábærlega lipur og fríður. Talar kínversku sem innfæddur og getur haldið ræður á því máli. Afskaplega vel lesinn um allar borgir, hof og fleira sem við sáum. Hvar fengjuð þið annan betri? Líklega hreint vonlaust mál. Með honum standa Kínaferðir ykkar – eða falla! Gullmoli sem þið megið alls ekki missa.

Magnús er einstaklega hæfur fararstjóri í Kínaferðum þar sem hann talar kínversku og er svo fróður um land og þjóð. Hann miðlar þessum fróðleik stöðugt til hópsins. Leysir öll vandamál í ró og spekt og er ávallt boðinn og búinn til aðstoðar.

Magnús er frábær, rólegur, yfirvegaður og alltaf tilbúinn að aðstoða, jafnvel við smávægilegustu vandamál. Ómetanlegt að hafa leiðsögumann sem þekkir Kína og talar kínversku.

Hann hafði allt til að bera sem prýðir góðan leiðsögumann. Talar kínversku, er þolinmóður, jákvæður og hefur mikla reynslu.

Hann er frábær náungi. Jafnlindur, brosandi og mjög fróður. Það klikkaði aldrei neitt hjá honum af öðrum ólöstuðum er hann bestur.