Kristján Sigurjónsson

Kristján Sigurjónsson

Kristján Sigurjónsson hefur haldið til í Skandinavíu frá árinu 2005 og býr nú í Stokkhólmi. Þaðan ritstýrir hann ferðavefnum Túrista og fjallar reglulega um ferðalög og túrisma í útvarpi. Hann hefur einnig komið að skipulagningu og sölu Íslandsferða frá Danmörku og Svíþjóð.

Kristján hefur verið töluvert á ferðinni í tengslum við vinnu sína og ferðast líka með fjölskyldu sinni. Næsta reisa er tveggja vikna páskaferð um Japan. Í sumarbyrjun tekur Kristján svo á móti hópi Bændaferða í Stokkhólmi og kveður hann svo fimm dögum síðar í Helsinki. Þó Kristjáni kunni vel við sig í Stokkhólmi þá þykir honum ávallt gott að komast yfir sundið til Finnlands. Þar er stemningin nefnilega skemmtilega framandi í samanburði við skandinavísku höfuðborgirnar.