Kolbrún Pálína Helgadóttir & Unnur María Pálmadóttir

Kolbrún Pálína Helgadóttir & Unnur María Pálmadóttir

Kolbrún og Unnur brenna fyrir útivist, sjálfsrækt, jóga, markþjálfun og einlægri gleði.

Kolbrún starfar við markaðsmál hjá Icepharma ásamt því að hafa starfað lengi í fjölmiðlum, m.a. komið að framleiðslu sjónvarpsþátta, útgáfu og starfað sem blaðamaður. Kolbrún er lærður markþjálfi ásamt því að vera með kennsluréttindi í Yin Yoga og Yoga Nidra.

Unnur á og rekur markaðs- og viðburðastofuna KVARTZ en hún hefur auk þess starfað í fjölda ára við markaðs-, auglýsinga- og viðburðarmál m.a. hjá 365 miðlum. Unnur hefur jafnframt Yin Yoga kennsluréttindi.

Báðar hafa þær sett saman fjölda glæsilegra viðburða ásamt því að hafa undanfarin ár haldið utan um ferðir sem þessar, hér á landi sem og erlendis, sem mikil ánægja hefur verið með. Í þeim ferðum hefur áherslan verið lögð á einstakar upplifanir, göngur í náttúrunni og sjálfsrækt.

Kolbrún og Unnur hafa því báðar góða reynsu af hvers kyns viðburðahaldi og elska að skapa fallegan heim í kringum sig.