Kjartan Steindórsson

Kjartan Steindórsson

Kjartan er fæddur árið 1974 og er menntaður prenttæknifræðingur frá München í Þýskalandi. Hann hefur starfað við prentiðnað í Suður-Þýskalandi í um 20 ár og þar af stóran hluta í forsvari fyrir fyrirtæki. Síðan 2016 hefur Kjartan verið sjálfstætt starfandi ráðgjafi og býður m.a. upp á námskeið og ráðgjöf fyrir stjórnendur í þýskumælandi Evrópu.
Kjartan hefur ávallt notið útiveru og haft gaman að því að ferðast. Hann hefur m.a. gengið mikið í þýsku, austurrísku og svissnesku Ölpunum og einnig ferðast nokkuð um á hjóli á þessum slóðum. Kjartan hefur tekið þátt í nokkrum utanvegahlaupum í Evrópu en hann er vel kunnugur í Suður-Þýskalandi, Austurríki og Sviss.