Jón Baldvin Halldórsson

Jón Baldvin Halldórsson

Jón Baldvin Halldórsson er Svarfdælingur og lærði írskar bókmenntar í Trinity háskólanum í Dublin upp úr 1980 eftir að hafa numið íslensku og uppeldis- og kennslufræði við Háskóla Íslands.  Hann var jafnframt fréttaritari Útvarpsins á Írlandi og átti síðar langan starfsferil hjá Ríkisúvarpinu sem fréttamaður, bæði á svæðisútvarpinu á Akureyri og á Fréttastofu Útvarps í Reykjavík. Áður var hann blaðamaður á Vikunni og síðan á Dagblaðinu Vísi (DV) bæði sunnan heiða og norðan.  
 
Árið 1999 varð Jón Baldvin upplýsingafulltrúi Landspítala og er nú vefritstjóri spítalans. Írlandstengslin hafa verið mikil frá námsárum í Dublin en hann hefur síðan þá verið fararstjóri fyrir ýmsar ferðaskrifstofur í fjölmörgum Írlandsferðum, þar á meðal Bændaferðir.

Umsagnir farþega

Hafsjór af fróðleik og vel inni í sögu Írlands og kom því vel til skila.

Stundvís, vel skipulagður og ekki stressaður.

Skýr og góður sögumaður með góða þekkingu á landi og þjóð.

Heiðarlegur og þægilegur fararstjóri.