Jón Baldvin Halldórsson

Jón Baldvin Halldórsson

Jón Baldvin Halldórsson er Svarfdælingur og lærði írskar bókmenntir í Trinity háskólanum í Dublin upp úr 1980 eftir að hafa numið íslensku og uppeldis- og kennslufræði við Háskóla Íslands.  Hann var jafnframt fréttaritari Útvarpsins á Írlandi og átti síðar langan starfsferil hjá Ríkisúvarpinu sem fréttamaður, bæði á svæðisútvarpinu á Akureyri og á Fréttastofu Útvarps í Reykjavík. Áður var hann blaðamaður á Vikunni og síðan á Dagblaðinu Vísi (DV) bæði sunnan heiða og norðan.  
 
Árið 1999 varð Jón Baldvin upplýsingafulltrúi Landspítala og er nú vefritstjóri spítalans. Írlandstengslin hafa verið mikil frá námsárum í Dublin en hann hefur síðan þá verið fararstjóri fyrir ýmsar ferðaskrifstofur í fjölmörgum Írlandsferðum, þar á meðal Bændaferðir.

Umsagnir farþega

Frábærlega fróður og vandaður leiðsögumaður, vel lesin og heima í sögu, menningu og náttúrufari Írlands og miðlunin var lýtalaus. Einnig frábær fararstjóri sem einkenndist m.a. af vandaðri tímastjórnun, aga á hópnum og upplifun af að vera í öruggum höndum þe. jafnan var hugað vel að þörfum hópsins.

Jón Baldvin er mjög faglegur fararstjóri. Hann virðist vita allt um Írland og ef hann veit ekki svar við spurningu viðkomandi leitar hann að svari. Ég mæli sterklega með honum sem fararstjóra.

Hafsjór af fróðleik og vel inni í sögu Írlands og kom því vel til skila.

Stundvís, vel skipulagður og ekki stressaður.

Skýr og góður sögumaður með góða þekkingu á landi og þjóð.

Heiðarlegur og þægilegur fararstjóri.