Jóhanna Marín Jónsdóttir

Jóhanna Marín Jónsdóttir

Jóhanna Marín Jónsdóttir fæddist árið 1965 og ólst upp í Hafnarfirði. Hún byrjaði snemma að ferðast og útþráin bar hana til Ítalíu árið 1986 þar sem hún settist að í Pescara í Abruzzo héraði. Þar bjó hún næstu 10 árin. Hún lagði þar m.a. stund á nám í sjúkraþjálfun. Eftir að hún fluttist aftur heim til Íslands hefur hún að mestu unnið sem sjúkraþjálfari á ýmsum stöðum. Hún lauk yoga kennaranámi 1997 og leiðsögunámi frá MK 2003. Meðfram vinnu sem sjúkraþálfari hefur hún unnið sem leiðsögumaður Ítalskra ferðamanna á Íslandi. Árið 2014 lauk hún diplómanámi í jákvæðri sálfræði.

Fjallgöngur og útivist eru helstu áhugamál Jóhönnu og hefur hún gengið um fjöll og firnindi bæði hér heima og erlendis um árabil.

Árin á Ítalíu höfðu mjög mótandi áhrif á Jóhönnu og er hluti af hjarta hennar ætíð þar. Hún reynir að fara sem oftast þangað og á stóran vinahóp víða um Ítalíu bæði eftir búsetuna og eins hafa vináttubönd myndast við marga Ítali, sem verið hafa undir hennar leiðsögn á Íslandi

Jóhanna nýtur sín vel í góðum hópi fólks og leggur sig fram um að gefa af sér og gera ferðirnar bæði skemmtilegar og fræðandi og leggur áherslu á að öllum líði vel.

Umsagnir farþega

Opin, jákvæð og glaðlynd.

Passar að allir í hópnum kynnist vel.

Hvetur fólk áfram og nær öllum með sér.

Mjög gefandi og hlý manneskja, hugsaði vel um hópinn.

Góð þekking á svæðinu, kát og skemmtileg gott vald á tungumálinu.