Ingis Ingason

Ingis Ingason

Ingis Ingason fæddist í Fagradal í Mýrdal um miðja síðustu öld og ólst upp í Mýrdalnum fram yfir fermingu, en þá færðist heimilisfestin til Vestmannaeyja. Þar lauk hann landsprófi og stundaði sjó á sumrin, en eyddi vetrunum í Menntaskólanum að Laugarvatni, þaðan sem hann lauk stúdentsprófi. Síðan lá leiðin í Svartaskóg í Þýskalandi til náms í þýsku og heimspeki. Við HÍ lauk hann námi í uppeldis- og kennslufræðum til kennsluréttinda og síðar framhaldsnámi fyrir þýskukennara í Trier í Móseldalnum 1991-92.


Ingis var ráðinn sem þýskukennari að FSu (Fjölbrautaskólanum á Selfossi; síðar Fjölbrautaskóla Suðurlands) haustið 1981, þegar skólinn var stofnaður, og starfaði þar til áramóta 2014/15, þegar hann fór á eftirlaun. Vorið 1986 útskrifaðist Ingis frá Leiðsöguskóla Íslands sem lsm. fyrir þýskumælandi ferðamenn og hefur starfað við leiðsögn á Íslandi á sumrin allt frá þeim tíma. Fyrstu ferð sína innanlands fyrir Ferðaþjónustu bænda fór Ingis árið 2015 og starfar nú m.a. fyrir Hey Iceland.

Umsagnir farþega

Skemmtilegur og afslappaður.

Vel lesinn og þekkir svæðið vel.

Fróður og skírmæltur.

Skipulagður, áreiðanlegur, ræðinn, fjölfróður og sérstaklega skemmtilegur maður.

Var alveg einstaklega þægilegur og lipur í öllum samskiptum - frábær