Ingis Ingason

Ingis Ingason

Ingis Ingason fæddist í Fagradal í Mýrdal um miðja síðustu öld og ólst upp í Mýrdalnum fram yfir fermingu, en þá færðist heimilisfestin til Vestmannaeyja. Þar lauk hann landsprófi og stundaði sjó á sumrin, en eyddi vetrunum í Menntaskólanum að Laugarvatni, þaðan sem hann lauk stúdentsprófi. Síðan lá leiðin í Svartaskóg í Þýskalandi til náms í þýsku og heimspeki. Við HÍ lauk hann námi í uppeldis- og kennslufræðum til kennsluréttinda og síðar framhaldsnámi fyrir þýskukennara í Trier í Móseldalnum 1991-92.


Ingis var ráðinn sem þýskukennari að FSu (Fjölbrautaskólanum á Selfossi; síðar Fjölbrautaskóla Suðurlands) haustið 1981, þegar skólinn var stofnaður, og starfaði þar til áramóta 2014/15, þegar hann fór á eftirlaun. Vorið 1986 útskrifaðist Ingis frá Leiðsöguskóla Íslands sem lsm. fyrir þýskumælandi ferðamenn og hefur starfað við leiðsögn á Íslandi á sumrin allt frá þeim tíma. Fyrstu ferð sína innanlands fyrir Ferðaþjónustu bænda fór Ingis árið 2015 og starfar nú m.a. fyrir Hey Iceland.