Inga Erlingsdóttir

Inga Erlingsdóttir

Inga Erlingsdóttir er fædd og uppalin í Grindavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð og starfaði við kennslu upp frá því í mörg ár. Ferðamálanámi lauk hún 1989 frá Sviss og starfaði eftir það við ferðamál til 2009 bæði á Íslandi og í Noregi og hefur skipulagt fjölda ferða fyrir bæði einstaklinga og hópa.

Inga hefur búið í Noregi frá árinu 1998, fyrstu árin við ferðamennsku en frá 2009 hefur hún starfað hjá Íslenska Söfnuðinum í Noregi. Hluti af hennar starfi hefur m.a. verið að skipuleggja fermingarfræðslu íslenskra fermingarbarna í Noregi. Að hausti og á vori koma þau alls staðar frá Noregi, safnast saman í Osló og fara svo með rútu til Svíþjóðar þar sem þau hitta fermingarbörn frá Svíþjóð og Danmörku. Saman eyða þau helgi við nám og leik. Inga hefur verið fararstjóri í þessum ferðum og bílstjóri þegar það hefur þurft.

Umsagnir farþega

Vel að sér um söguna og Noreg í heild, einnig vel að sér um mannlíf og atvinnulíf.

Frábær fararstjóri.

Örugg og þægileg í framkomu.

Hugulsöm.