Hrafnhildur Sigmarsdóttir

Hrafnhildur Sigmarsdóttir

Hrafnhildur Sigmarsdóttir er 34 ára Reykjavíkurmær sem á ættir að rekja til Vopnafjarðar og Hríseyjar. Hún stundaði nám í margmiðlun við Scuola Lorenzo de´Medici í Flórens á Ítaliu og lauk B.A. námi frá Háskóla Íslands í mannfræði og ensku árið 2014. Hún tók hluta af því námi við University of Manitoba í Winnipeg í Kanada.

Hrafnhildur tók þátt í Snorra verkefni Þjóðræknisfélags Íslendinga árið 2007 og dvaldi í Vesturheimi meðan á því stóð. Hún hefur síðan ræktað tengsl við Vestur-íslenska samfélagið í Norður Ameríku á margvíslegan hátt, m.a. með því að skrifa greinar í blað Vestur-Íslendinga Lögberg-Heimskringlu, haldið erindi á Þjóðræknisþingi Íslendinga í Reykjavík auk þess að vinna sem tómstundarstjóri fyrir Snorra verkefnin á Íslandi.

Hún hefur unnið með Jónasi Þór við fararstjórn síðan 2008 og farið vestur með hópa stóra og smáa á Íslendingahátíðirnar í Bandaríkjunum og Kanada.
 

"Að kynna fólk fyrir menningarheimi Vestur-Íslendinga í Norður-Ameríku er eitt það skemmtilegasta sem ég geri og hlakka ávallt til næstu ferðar."