Hlín Gunnarsdóttir fæddist árið 1956 í Reykjavík en á ættir að rekja bæði vestur á firði og í Mýrdalinn. Hún lærði leikmynda og búningahönnun i Tórínó á Ítalíu á árunum 1978 - 82 og bjó þar alls í 12 ár eða til ársins 1987.
Hlín starfaði í sjö sumur sem fararstjóri á Rimini á vegum Samvinnuferða-Landsýnar og þegar hún fluttist heim skellti hún sér í Leiðsöguskólann og starfaði eftir það sem leiðsögumaður á sumrin með erlenda ferðamenn, aðallega ítalska ferðamenn á Íslandi.
Á veturna helgaði hún sig listinni og hefur hannað leikmyndir og búninga fyrir fjölmargar sýningar hjá Þjóðleikhúsinu og Leikfélagi Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu.
Árið 2002 lét Hlín loks gamlan draum rætast og opnaði ásamt eiginmanni sínum lítið gistiheimili sem heitir Forsæla við Grettisgötuna.
Ferðalok (Úr Bændaferð 11. – 22. okt. 2007)
Ég tók mig upp og fór í ferð,
því skrifa þessar línur verð
og minnast þess sem fyrir bar
þó ekki fáist við öllu svar.
Um fjöll og dali fögur vötn,
kirkjur, klaustur, ótal söfn,
falleg býli bú og féð
ótal fleira hef ég séð.
Í rútum ókum milli staða
Öruggt, greitt á réttum hraða
með Ian skorska, traustum, röskum
létt hann lyfti þungum töskum.
Í hópnum flugu sögur gátur,
Vísur, skrítlur, söngur, hlátur.
Saklaus leikur léttir geð
þegar allir eru með.
Fararstjórinn víkkar sýn,
með hlýhug þakka verðum,
munið að hún heitir Hlín
og vinnur hjá bændaferðum.
Höf: Ferðafélagi í Bændaferðum