Hanna Marteinsdóttir

Hanna Marteinsdóttir

Hanna Marteinsdóttir er 62 módel, útskrifuð sjúkraþjálfari frá HÍ 1986 og síðan MA úr uppeldis- og menntunarfræðum 2006. Hefur starfað við ýmis störf sjúkraþjálfunar frá útskrift, að mestu hérlendis en einnig í Noregi. Starfsvettvangur hefur verið á ýmsum sjúkrahúsum og víðar en sl. ár með fötluðum börnum og fjölskyldum þeirra á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.

Hanna hefur lengi haft áhuga á útivist og hreyfingu og ferðast víða um fáfarnar slóðir á Íslandi, jafnt að sumri sem vetri og þá ýmist gangandi eða á gönguskíðum. Einnig hefur hún verið nokkuð á svigskíðum og stundað hestamennsku. Auk þess hefur Hanna verið félagi í Hjálparsveit skáta í Reykjavík í yfir 20 ár.

Hanna hefur verið fararstjóri í gönguskíðaferðum Bændaferða síðan 2007.

Umsagnir farþega

Frábær í alla staði og gaman að ferðast með henni.

Hanna er hress og skemmtilegur ferðafélagi og vil allt fyrir alla gera.

Hún er yndisleg, með góða tungumálakunnáttu sem kemur sér vel.

Hanna er frábær, hef farið með henni tvisvar áður og get ekki hugsað mér ferð án hennar.