Go to navigation .
Gunnhildur Gunnarsdóttir er fædd og uppalin í Reykjavík en fór eftir stúdentspróf í háskólanám til Austurríkis. Eftir háskólanám og leiðsögunám vann hún í 10 ár sjálfstætt við ferðamál í Vínarborg. Hún flutti síðan til Malasíu og var búsett í 3 ár í Kuala Lumpur.
Frá árinu 1997 hefur Gunnhildur unnið við leiðsögn og hefur hún unnið sem fararstjóri í Evrópu en einnig verið mikið á flakki í Asíu, Afríku, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Argentínu og í Bandaríkjunum. Hún hefur m.a. verið með sérferðir í Malasíu, Tælandi, Laos, Filippseyjum, Singapore, Hong Kong, Víetnam, Japan, Suður–Kóreu, Tævan og Kína.Gunnhildur hefur flakkað töluvert í Afríku og var t.d. sem sjálfboðaliði í Nairóbí og Kenýa sumarið 2019.
Til gamans er hér hlekkur á viðtal sem tekið var við Gunnhildi.
Mjög hlýleg, ráðagóð og á gott með að láta fólk vinna með sér.
Frábær á allan hátt, umhyggjusöm, skemmtileg og lærði strax nöfnin á þátttakendum.
Vel undirbúin, fróð, viðkunnanleg, skemmtileg, skipulögð, ákveðin á sinn góða hátt.
Hún var áhugasöm, mjög fróð og reynd. Samspil og samvinna hennar við innlenda fararstjórann var með afbrigðum góð. Hún náði hópnum vel saman og var ekki með neinn sýndarleika, heldur hrein og bein - afbragðs fararstjóri og góð kona.
Opin, gefur vel af sér, talar við alla, kynnir sér staðhætti og miðlar vel til okkar frá innanlandsfararstjóra ef þurfti þýðingu.