Gunnhildur Gunnarsdóttir

Gunnhildur Gunnarsdóttir

Gunnhildur Gunnarsdóttir er fædd og uppalin í Reykjavík en fór eftir stúdentspróf í háskólanám til Austurríkis. Eftir háskólanám og leiðsögunám vann hún í 10 ár sjálfstætt við ferðamál í Vínarborg. Hún flutti síðan til Malasíu og var búsett í 3 ár í Kuala Lumpur.

Frá árinu 1997 hefur Gunnhildur unnið við leiðsögn og hefur hún unnið sem fararstjóri í Evrópu en einnig verið mikið á flakki í Asíu, Afríku, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Argentínu og í Bandaríkjunum. Hún hefur m.a. verið með sérferðir í Malasíu, Tælandi, Laos, Filippseyjum, Singapore, Hong Kong, Víetnam, Japan, Suður–Kóreu, Tævan og Kína.
Gunnhildur hefur flakkað töluvert í Afríku og var t.d. sem sjálfboðaliði í Nairóbí og Kenýa sumarið 2019.

Til gamans er hér hlekkur á viðtal sem tekið var við Gunnhildi í sumar.