Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann hefur víðtæka reynslu af ferðalögum um framandi menningarheima, enda hefur hún ferðast til tæplega 50 landa og til 34 af 50 ríkjum Bandaríkjanna. Auk sinna eigin ferðalaga vítt og breitt um heiminn hefur Guðrún starfað sem fararstjóri í ferðum Bændaferða frá árinu 2005. Á þeirra vegum hafa leiðir hennar legið til Egyptalands, Perú, Bólivíu, Ástralíu, Nýja-Sjálands, Kína, Suður-Afríku og vesturstrandar Bandaríkjanna, en einnig hefur Guðrún starfað sem fararstjóri í Tyrklandi og á Tenerife. Innanlands hefur hún starfað sem fararstjóri fyrir sérhópa frá árinu 1999 en um fimm ára skeið rak hún ferðaskrifstofuna Guiding Light Tours og í tíu ár Hótel Hellna. Hún hefur því víðtæka reynslu í störfum innan ferðaþjónustunnar.

Umsagnir farþega

Ég mæli alveg tvímælalaust með Guðrúnu. Hún er einstök, bæði ljúf og skemmtileg. Ég hef samanburð úr nokkrum ferðum sem ég hef farið með öðrum ferðaskrifstofum. Guðrún ber þar af sem fararstjóri – 110% +.

Sem fararstjóri var Guðrún bæði fagmannleg, notaleg og sérlega umhyggjusöm við okkur öll.

Hún er einfaldlega frábær! Alltaf í góðu skapi og tilbúin til að gera allt til að öllum líði vel.

Var mjög örugg, hafði gott vald á enskunni, þekkti söguna, raddsterk og glæsileg kona.

Róleg og yfirveguð en þó ákveðin. Góður túlkur og vel að sér.