Guðni Ölversson

Guðni Ölversson

Guðni Ölversson er fæddur í Reykjavík en uppalinn á Eskifirði. Hann lauk kennaraprófi 1973 og hefur starfað sem kennari nær sleitulaust allar götur síðan. Hann hefur lengst verið kennari í Grindavík, í Biskupstungum bæði í Reykholti og á meðferðarheimilinu á Torfastöðum og í Öldutúnsskólanum í Hafnarfirði. Á námsárunum og í sumarfríum eftir að námi lauk stundaði hann sjómennsku.

Guðni hefur búið í Noregi frá árinu 1998 og hefur starfað þar sem kennari alla tíð í fjölmenningarskóla í miðborg Oslóar.

Margir þekkja Guðna úr fjölmiðlum, bæði frá sjónvarpi og útvarpi. Hann starfaði fyrir íþróttadeild Stöðvar 2 og Bylgjunnar um árabil og var hann með vikulega pistla í „Samfélagi í nærmynd“ hjá RÚV í mörg ár.

Guðni starfaði um árabil sem leiðsögumaður í hestaferðum um Suðurland og hálendi hjá Íshestum, einnig hefur hann verið fararstjóri hjá Úrval-Útsýn í ferðum til Liverpool og nú síðustu ár í Noregi þar sem hann tekur á móti hundruðum íslenskra ungmenna sem koma á Norway Cup og spila fótbolta í vikutíma.

Umsagnir farþega

Fróður um Noreg og góður sögumaður.

Sérlega góður í að tengja saman sögu Íslands og Noregs.

Segir vel og skemmtilega frá.

Hress og skemmtilegur fararstjóri.