Go to navigation .
Gretar Laxdal Björnsson er uppalinn í snjónum á Ólafsfirði. Fór ungur að leika sér á skíðum og hafa þau fylgt honum síðan. Eins og á mörgum minni stöðum var tekið þátt í öllum keppnum sem í boði var og það gerði Gretar einmitt, hvort sem var svigskíði, skíðastökk eða skíðaganga. Skíðagangan náði yfirhöndinni og við tók þátttaka á Andrésar Andar leikunum, sem og unglingameistaramótum. Eftir situr slatti af bikurum, verðlaunapeningum og ekki síst, frábærar minningar.
Gretar er einn af björgunarsveitarsveitarmönnum landsins og þjálfaði m.a. snjóflóðaleitarhund, en þegar að tími gefst bregður hann sér gjarnan á fjallaskíði og utanbrautarskíði. Hann hefur gaman af allri hreyfingu og kláraði m.a. Landvættina árið 2014.
Hann hefur síðustu ár verið virkur í starfi Skíðagöngufélagsins Ullar og verið með fjölda byrjendanámskeiða. Undanfarin ár hefur Gretar tekið þátt í mörgum almennings skíðagöngukeppnum í Evrópu og haft gaman af.
Sérlega hjálpsamur og þolinmóður. Sinnir þeim hægu vel.
Þolinmóður og tillitssamur með góða nærveru.
Ég er ekki vanur skíðamaður en þolinmæðin og tilsögnin sem hann gaf var í alla staði mjög góð. Mjög fær kennari.
Frábær fararstjóri.