Ester Helgadóttir

Ester Helgadóttir

Ester Helgadóttir er fædd árið 1961. Hún sótti háskólanám til Frakklands í Strasbourg. Þar nam hún frönsku og franskar bókmenntir og stundaði síðan nám í Landfræði (Géographie Physique), sem hún lauk með Meistaragráðu.

Hún bjó 17 ár í Strasbourg og starfaði við ýmis störf, m.a. við íslenskukennsku fyrir byrjendur í Háskólanum í Strasbourg og þýðingar fyrir Arte sjónvarpsstöðina. Síðustu árin hennar starfaði hún hjá Fastanefnd Íslands við Evrópuráðið. Árið 2000 færði hún sig aðeins norðar og settist að í Luxembourg og þar býr hún enn, þar starfaði hún hjá Cargolux Airlines International í um 16 ár. Í dag er leiðsögn hennar aðalstarf.

Umsagnir farþega

Frábær fararstjóri, fróð og skemmtileg, leysir hvers manns vanda með sinni ljúfmennsku.

Heldur vel utan um hópinn.

Hafði frá mörgu skemmtilegu að segja.

Er skýr og skipulögð.

Einstaklega fróð og upplýsandi, gjörþekkir lönd og sögu.

Frábær fararstjóri í alla staði.