Ester Helgadóttir

Ester Helgadóttir

Ester Helgadóttir er fædd árið 1961. Hún sótti háskólanám til Frakklands í Strasbourg. Þar nam hún frönsku og franskar bókmenntir og stundaði síðan nám í Landfræði (Géographie Physique), sem hún lauk með Meistaragráðu.

Hún bjó 17 ár í Strasbourg og starfaði við ýmis störf, m.a. við íslenskukennsku fyrir byrjendur í Háskólanum í Strasbourg og þýðingar fyrir Arte sjónvarpsstöðina. Síðustu árin hennar starfaði hún hjá Fastanefnd Íslands við Evrópuráðið. Árið 2000 færði hún sig aðeins norðar og settist að í Luxembourg og þar býr hún enn, þar starfaði hún hjá Cargolux Airlines International í um 16 ár. Í dag er leiðsögn hennar aðalstarf.

Umsagnir farþega

Hafði frá mörgu skemmtilegu að segja.

Er skýr og skipulögð.

Mjög skelegg og alþýðleg.

Frábær fararstjóri í alla staði.