Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Ég bý í litlum bæ sem heitir Ålvik og er í Harðangursfirði einum mest sótta ferðamannafirði Noregs! Við fluttum hingað fyrir 2 árum af hreinni ævintýramennsku og til að breyta til áður en börnin verða of stór, ég er í hlutastarfi hjá BÍ en annars rekum við stórt eggjabú hér, 7500 hænur og erum með um 500 eplatré og látum pressa hreinan eplasafa fyrir okkur úr hluta uppskerunnar. Við prófuðum líka hindberjarækt í gróðurhúsi eitt tímabil en ætlum ekki að halda áfram með það. Þess í stað keyptum við 300 fm. Hús til uppgerðar í viðbót við allt annað en maðurinn minn er smiður. Meira af þessu er hægt að sjá á Stöð 2 í mars sem hefur tekið upp þátt um þetta ævintýri!

Íslensk fjölskylda yfirgaf hverdagslífið og hóf eplarækt í Noregi.