Edda Lyberth

Edda Lyberth

Edda Lyberth er fædd í Reykjavík 1957, en ólst að mestu upp í fimm systkina hópi undir jökli á Gufuskálum.

Edda er búsett í Qaqortoq á Suður-Grænlandi, en hún hefur verið búsett á Grænlandi í tæp 30 ár og er gift Grænlendingnum Kaj Lyberth, skólastjóra Sulisartut Højskoliat. Þau eiga 5 börn og 3 barnabörn, bæði á Íslandi og Grænlandi.

Edda hefur mikinn áhuga á sögu og menningu Grænlands og hefur lengi unnið við ferðamennsku. Í mörg ár var hún staðarhaldari í Brattahlíð Eiríks Rauða og þar sem Grænlendingasaga var sögð.

Í dag starfar Edda sem ferðamálafulltrúi hjá Kommune Kujalleq á Suður-Grænlandi og kennir Arctic Guide námið í Campus Kujalleq i Qaqortoq. Edda hefur starfað sem leiðsögumadur á Suður-Grænlandi i mörg ár, en undanfarin ár hefur hún ferðast víða með fyrirlestra sína um mat og menningu inúíta í bland við sögu Grænlendinga.

Umsagnir farþega

Sýnir fólki virðingu og vinsemd.

Meiriháttar fararstjóri sem þekkir landið mjög vel og segir skemmtilega og lifandi frá.

Glaðleg, jákvæð og hlý persóna.

Skemmtileg, dugleg, staðföst og fróð og kann sitt fag upp á tíu.