Carola Ida Köhler og Guðrún Hulda Birgis (Gúddý)

Carola Ida Köhler og Guðrún Hulda Birgis (Gúddý)

Æskuvinkonurnar Carola Ida Köhler og Guðrún Hulda Birgis (Gúddý) eru báðar fæddar á því góða ári 1961.

Gúddý er lærð hárgreiðslukona og ferðafræðingur. Carola starfar sem tannsmiður auk þess sem hún talar inn á teiknimyndir. Carola er einnig þekkt fyrir að hafa gert símahrekki á Bylgjunni hér á árum áður.

Þær vinkonur eru miklar félagsverur sem hafa afskaplega gaman af lífinu og má segja, að hlátur grín og gleði einkenni þessar góðu konur sem leiða hópa okkar til Glasgow þetta árið. En þær hafa verið fararstjórar í Glasgow undanfarin 13 ár og þekkja vel þar til.

Maddama Kerling ferðir til Glasgow

Maddama-kerling varð þannig til að við byrjuðum með Kvennaferðir til Glasgow árið 2006. Eftir að við tvær höfðum farið saman  á ári hverju til Glasgow í mörg ár. Síðan fórum við að segja frá hvað svona ferðir væru skemmtilegar og bráðnauðsynlegar, svona eins og að fara í húsmæðraorlof! Og Carola var með blogg þar sem hún skrifaði skemmtilegar sögur. Eftir það fór að fjölga í þessum prívatferðum okkar, saumaklúbbar og vinkonuhópar höfðu samband við okkur og spurðu hvort þær mættu slást í för. Þannig byrjuðum við í samstarfi við Icelandair, og reyndum við að finna nafn á þær ferðir, sem vísað gæti í það að þessar ferðir væru fyrir konur á öllum aldri, en einnig eitthvað broslegt um leið. Niðurstaðan sem sagt varð Maddama -kerling-fröken-frú, eða stytting eftir nokkur ár Maddama kerling.