Carola Ida Köhler og Guðrún Hulda Birgis (Gúddý)

Carola Ida Köhler og Guðrún Hulda Birgis (Gúddý)

Æskuvinkonurnar Carola Ida Köhler og Guðrún Hulda Birgis (Gúddý) eru báðar fæddar á því góða ári 1961.

Gúddý er lærð hárgreiðslukona og ferðafræðingur. Carola starfar sem tannsmiður auk þess sem hún talar inn á teiknimyndir. Carola er einnig þekkt fyrir að hafa gert símahrekki á Bylgjunni hér á árum áður.

Þær vinkonur eru miklar félagsverur sem hafa afskaplega gaman af lífinu og má segja, að hlátur grín og gleði einkenni þessar góðu konur sem leiða hópa okkar til Glasgow þetta árið. En þær hafa verið fararstjórar í Glasgow undanfarin 13 ár og þekkja vel þar til.