Auður Elva Kjartansdóttir

Auður Elva Kjartansdóttir

Auður ólst upp á ferðalögum og miklu flakki á milli þess sem hún lék sér við Þingvallavatn, ýmist við að klífa kletta, synda í vatninu eða rannsaka pöddur með stækkunargleri.

Um leið og Auður hafði aldur til gekk hún í Kópavogsskátana sem varð hennar annað heimili. Hún var lengi undanfari í björgunarsveitinni, um tíma yfirkennari í Björgunarskóla Landsbjargar og starfaði í nokkur ár sem Ski Patrol í Whistler í Kanada. Auður varð fyrst fararstjóri fyrir Ferðafélagið aðeins 18 ára gömul þegar hún gekk Laugaveginn en síðan eru ferðirnar orðnar æði margar. Hún starfaði í nokkur ár sem leiðsögumaður fyrir Íslenska fjallaleiðsögumenn, aðallega á Öræfajökul og hefur gengið tæplega 80 sinnum á Hvannadalshnúk.

Auður var einn af hvatamönnum að stofnun Ferðafélags barnanna árið 2009 og hefur leitt barnavagnaviku Ferðafélags barnanna og fjölskylduferðir í Norðurfjörð.

Auður er menntaður landfræðingur og starfar sem sérfræðingur á snjóflóðasviði Veðurstofunnar og hefur öll próf sem hægt er að taka sem fararstjóri og leiðsögumaður.