Árni Snæbjörnsson

Árni Snæbjörnsson

Árni Snæbjörnsson er fæddur árið 1946 að Stað í Reykhólasveit og ólst þar upp. Hann er búfræðingur og búfræðikandídat (B.Sc) frá Hvanneyri og lauk framhaldsnámi (M.Phil) í landbúnaðargreinum frá Landbúnaðarháskólanum í Edinborg 1977.

Eiginkona Árna er Sigríður Héðinsdóttir, fyrrverandi bankastarfsmaður frá Borgarnesi og eiga þau tvo syni. Árni og Sigríður dvöldu í Edinborg í rúmlega tvö ár og kynntust þá landi og þjóð, en ekki hvað síst landbúnaði og umgjörð hans.

Árni starfaði við rannsóknir og kennslu á Hvanneyri og síðan hjá Bændasamtökum Íslands um árabil, en hefur látið af störfum á þeim vettvangi vegna aldurs. Hann starfar nú sem framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga í hlutastarfi.

Hann var samstarfsmaður Agnars Guðnasonar í mörg ár og hóf fararstjórastarfið í samvinnu við hann. Auk þess hefur hann farið með einstaka hópa bænda á vegum annarra. Hann tók að sér fararstjórn hjá Ferðaþjónustu bænda þegar Bændaferðir Agnars voru sameinaðar Ferðaþjónustu Bænda. Hann hefur aðallega farið um Skotland, en einnig um England og Wales.

Umsagnir farþega

Fróður og miðlar vel allri sögu lands og þjóðar. Hafði ávallt gamanmál tiltækt og náði að laða fram skáldin og söngfólkið í hópnum.

Röggsamur, fróður, hjálpsamur og stundvís. Virkjar hópinn til að hafa gaman saman.

Heldur vel utan um hópinn og hefur gott skopskyn. Þekkir sögu staðana vel og skýrir vel frá staðháttum.

Frábær fararstjóri, fullur af fróðleik og mjög hjálpsamur.

Árni er fróður og þægilegur fararstjóri. Hann þekkir vel til þeirra staða sem farið var til.