Almar Grímsson

Almar Grímsson

Almar Grímsson er fæddur í Reykjavík. Hann lauk kandídatsprófi í lyfjafræði frá Lyfjafræðiháskólanum í Kaupmannahöfn árið 1965 og starfaði bæði á Íslandi og erlendis, var í mörg ár lyfjamálastjóri í heilbrigðisráðuneytinu og svo apótekari í Hafnarfirði. Um nokkurra ára skeið starfaði hann fyrir Alþjóða heilbrigðismálastofnun (WHO) og sat sem fulltrúi Íslands í stjórn WHO. Í því starfi lá leið Almars til fjölda landa í öllum heimsálfum.
 
Frá árinu 1997 hefur Almar helgað sig samskiptum Íslands við afkomendur Íslenskra landnema í Vesturheimi og sem formaður Þjóðræknsifélagsins og Snorraverkefnisins hefur hann heimsótt nánast allar byggðir íslenskra landnema í Kanada og Bandaríkjunum. Frá árinu 2002 hefur hann verið leiðsögumaður fjölmargra hópa frá Íslandi á þessar slóðir og á vegum Bændaferða frá árinu 2012 sem leiðsögumaður í Norður-Ameríku og á Bretlandi.

Umsagnir farþega

Hann útskýrði allt svo vel og skilmerkilega. Fróðlegt og skemmtilegt.

Almar er þaulkunnugur á þessum slóðum og þekkir persónulega nær alla vestur Ísl. sem við hittum. Auk þess er hann mjög vel skipulagður.

Einn frábærasti fararstjóri sem ég hef ferðast með. Góð tengsl í Vesturheimi, þekking á svæðinu og sögu þess. Góð mannleg samskipti og umhyggja fyrir farþegum. Alltaf til staðar.