Ferðalýsing & verð

Ferðalýsing & verð

 
11. júní           Flug til MílanóEyjan Krk í Króatíu

Brottför frá Keflavík kl. 16.50. Mæting í Leifsstöð í síðasta lagi 2 klst. fyrir brottför. Lending í Mílanó kl. 22.40 að staðartíma, höldum beint á hótel í næsta nágrenni þar sem gist verður fyrstu nóttina.

 
 
12. júní           Ekið til eyjunnar Krk í Króatíu

Að loknum morgunverði á hótelinu ökum við yfir til Króatíu að Kvarner-vík og þaðan út í eyjuna Krk. Eyjan er tengd meginlandinu með 1,3 km langri brú sem einnig er kölluð Tító-brúin, en hún var byggð stuttu eftir lát forseta landsins árið 1980. Gist verður 6 nætur á góðu hóteli í gamla virkisbænum Krk á samnefndri eyju. Þessi fjölsótti bær er menningarmiðstöð eyjarinnar. Aðeins er 15 mín gangur frá hótelinu okkar í miðbæinn. Við hótelið er fallegur sundlaugargarður með sólbaðssvæði, einkaströnd, líkamsrækt og heilsulind. Á hótelinu er hægt að fá leigð reiðhjól.

 
 
13. júní           Ævintýraferð um Krk eyjunaBærinn Baška

Í dag höldum við í sannkallaða ævintýraferð um eyjuna með heimamanni í fararbroddi, sem fræðir okkur um líf eyjaskeggja, menningu og listir. Eyjan Krk er 470 ferkílómetrar, en hún ásamt eyjunni Cres eru stærstu eyjar Adríahafsins. Á Krk búa um 17.000 manns. Við heimsækjum bæinn Baška syðst á eyjunni sem stendur á tanga við fallega vík. Bærinn er ósköp skemmtilega litríkur, með þröngum, litlum götum og lítilli höfn sem setur fallegan svip á bæinn. Hér er upplagt að fá sér hádegishressingu áður en haldið er til baka. Á leiðinni verður litið inn til vínbónda, en vínframleiðsla á eyjunni er víðfræg.

 
 
14. júní           Skoðum bæinn Krk og frjáls dagur eftir hádegi

Við tökum morguninn rólega og röltum saman niður í miðbæ eftir morgunmat og kynnum okkur helstu staði bæjarins. Áhugavert er að kynnast mannlífi og sögu þessa 4.500 manna bæjar. Frjáls dagur eftir hádegi og tilvalið að njóta staðarins og aðstöðunnar á hótelinu.

 
 
15. júní           Vatnaþjóðgarðurinn Plitvička jezeraVatnaþjóðgarðurinn Plitvička jezera

Þennan dag leggjum við land undir fót og heimsækjum þjóðgarðinn Plitvička jezera. Garðurinn er þakinn vötnum, fossum, ám og lækjum sem saman mynda stórkostlegt náttúrusjónarspil. Þessi undursamlegi staður hefur verið á heimsminjaskrá UNESCO frá árinu 1979. Hér er um að gera að klæðast góðum skóm, því eina leiðin til að virða fyrir sér dýrðina er fótgangandi.

 
 
16. júní           Eyjarnar Cres & Lošinj

Í dag heimsækjum við eyjarnar Cres og Lošinj og skoðum það helsta sem heillar þúsundir ferðamanna ár hvert á þessum undurfögru eyjum. Við byrjum á því að aka til Valbiska á Krk þar sem við tökum ferju yfir til Merag á Cres sem er ein af landbúnaðareyjunum, ekið verður suður með eyjunni yfir á eyjuna Lošinj sem er sannkölluð blóma- og furuparadís. Við heimsækjum Veli Lošinj, sem var upphaflega fyrsta byggð eyjunnar, en tilheyrir nú Mali Lošinj, höfustað hennar. Á eyjunni er að finna suðrænan gróður, s.s. pálma- og furutré, agave-plöntuna, lárviðarrós, sítrónutré, salvíu og lofnarblóm (lavender). Eyjan státar af yfir 2500 sólarstundum á ári, sem þýðir að það eru um 300 nánast skýjalausir dagar á ári og telst til sólríkustu staða Evrópu.

 
 
17. júní            Þjóðhátíðardagur & frjáls dagur í KrkSundlaugarbakki við hótelið í Krk

Á þjóðhátíðardag okkar Íslendinga tökum við lífinu með ró, setjum tærnar upp í loft við sundlaugarbakkann, látum dekra við okkur í heilsulindinni, eða könnum umhverfið nánar fótgangandi eða á reiðhjólum sem við getum leigt á hótelinu. Gaman væri að halda daginn hátíðlegan saman um kvöldið.

 
 
18. júní           Kveðjum Krk & akstur til Passau

Nú er komið að því að kveðja þessa yndislegu eyju. Við ökum til Passau í Þýskalandi, sem stendur við ármót ánna Dóná, Ilz og Inn, en staðsetningin telst til einna af sjö fallegustu bæjarstæðum í heimi. Hér verður gist síðustu tvær nætur ferðarinnar.

 
 
19. júní           Skemmtilegur dagur í Passau

Við byrjum daginn á að fara í göngu með farastjóranum og Passaukanna borgina nánar. Við munum meðal annars sjá Stephans dómkirkjuna sem hefur að geyma næststærsta orgel heims. Í Passau er mikið um ársiglingar og tilvalið er að skella sér í notalega bátsferð á hinni fögru Dóná eftir hádegið og njóta þess að sjá borgina líða hjá.

 
 
20. júní           Heimferð frá München

Eftir glæsilega og skemmtilega ferð verður ekið til München. Brottför þaðan kl. 14.05 og lending í Keflavík kl. 16.00 að staðartíma.

 
 
 
Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum þegar komið er á staðinn.

 
 



 
 
Verð: 199.800 kr. á mann í tvíbýli.           Mikið innifalið – athugið sérstaklega!

Aukagjald fyrir einbýli er 20.000 kr.

 
 Þjóðdansar
 
Innifalið: 

• Flug með Icelandair og flugvallarskattar.
• Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
• Morgun- og kvöldverður allan tímann á hótelum.
• Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
• Íslensk fararstjórn.

 
 
Ekki innifalið:

Aðgangseyrir inn á söfn, í hallir og kirkjur. Siglingar og vínsmökkun. Hádegisverðir. Þjórfé.

 
 
Valfrjálst:

Sigling til eyjarinnar Cres ca. € 18. Vatnaþjóðgarðurinn Plitvička jezera ca. € 15. Vínsmökkun ca. € 15. Sigling til Košljun sem gæti verið í skoðunarferð um eyjuna Krk ca. € 9.
 
 
 

 

Tengdar ferðir




Póstlisti