Á Inkaslóðum í Perú

Ferðalag til Perú er mikið ævintýri en í þessu framandi landi blandast saman á heillandi hátt hin forna Inkamenning landsins, litskrúðugir frumbyggjar og minjar frá nýlendutíma Spánverja. Glæsileiki nýlenduborganna endurspeglar ríkidæmi þess tíma og sýnir hversu stóran þátt það tímabil átti í sögu landsins.

Ferðin hefst í höfuðborginni Lima sem geymir margar fornar gersemar í bland við praktískan byggingarstíl nútímans. Þaðan höldum við til Cusco, hinnar fornu höfuðborgar Inkaveldisins, en hún var miðpunkturinn í ríki Inkanna sem náði yfir stóran hluta Suður-Ameríku. Hér kynnumst við lífinu í fjöllunum, ferðumst um hinn Heilaga dal, skoðum merkar minjar og upplifum að sjálfsögðu frægasta áfangastað Perú, týndu borgina Machu Picchu, í stórbrotnu landslagi Andesfjallanna. Við heimsækjum Puno við Titicaca vatn en öldum saman bjuggu ólíkir ættbálkar víðs vegar við þetta mikla vatn. Við munum sigla út til fljótandi Uros-eyjanna, en þar býr fámennur hópur svonefndra Uros indjána. Einnig munu íbúar Aymara samfélagsins taka á móti okkur á eyjunni merkilegu Taquile. 

Verð á mann 749.900 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 112.800 kr.


Innifalið

 • Flug með Icelandair Keflavík – New York – Keflavík. 
 • Áætlunarflug á almennu farrými New York – Lima – New York. 
 • Flugvallarskattar fyrir ofangreind flug.
 • Innanlandsflug í Perú frá Lima til Cusco.
 • Innanlandsflug í Perú frá Juliaca til Lima.
 • Allar rútuferðir samkvæmt ferðalýsingu.
 • Skoðunarferðir og aðgangseyrir samkvæmt ferðalýsingu.
 • Lestarferðir í Urubamba dalnum samkvæmt ferðalýsingu.
 • Bátsferðir á Titicaca vatni samkvæmt ferðalýsingu.
 • Bátsferð út í eyjuna Ballestas.
 • Útsýnisflug yfir Nazca Lines.
 • Gisting á góðum hótelum í Perú samkvæmt landsmælikvarða.
 • Máltíðir samkvæmt ferðalýsingu.
  (M = morgunv. H = hádegisv. K = kvöldv.)
 • Enskumælandi staðarleiðsögn í Perú.
 • Íslensk fararstjórn.
 • Undirbúningsfundur með fararstjóra fyrir ferð.

Ekki innifalið

 • Máltíðir og drykkir annað en það sem tilgreint er í ferðalýsingu.
 • ESTA heimild til Bandaríkjanna ca $ 14.
 • Þjórfé.
 • Ferða- og forfallatryggingar.

Framlenging ferðar

Í þessari ferð er upplagt að lengja ferðina í New York og breyta heimferð. Breytingargjaldið er 5.000 kr. á miða og að auki getur komið til fargjaldahækkunar. Farþegar geta bókað gistingu í New York á eigin vegum og notið þess að skoða borgina betur.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

15. september | Keflavík − New York − Lima

Flug með Icelandair frá Keflavík kl. 17:00. Mæting í Leifsstöð rúmlega 2 klst. fyrir brottför. Lending í New York kl. 19:00 að staðartíma en flugið tekur um 6 klst. Síðla kvölds er flogið áfram til Lima kl. 23:20. Flugið tekur 7,5 klukkustundir og er næturflug.

16. september | Dagur í Lima

Við lendum snemma morguns í Lima og förum beint á hótel til innritunar, þar sem við fáum morgunverð og jöfnum okkur eftir flugið áður en haldið verður í skoðunarferð síðdegis. Lima, sem er höfuðborg Perú, liggur fyrir miðju á Kyrrahafsströnd landsins. Borgin er kölluð borg konunganna, þó konungur hafi aldrei ríkt þar í raun. Þetta vísar til hlutverks borgarinnar á nýlendutímanum þegar Spánverjar réðu lögum og lofum.

Í Lima er að finna skemmtilega blöndu af hraða nútímans og fornum listrænum gersemum. Nútímaleg íbúðahverfi í praktískum byggingarstíl eru rétt við gamlar kirkjur og villur í skrautlegum nýlendustíl, sem býr til hrópandi ósamræmi í umhverfinu – en þetta er Lima. Farið verður í skoðunarferð, sem hefst á Plaza de Armas þar sem við sjáum m.a.  stjórnarhöllina og dómkirkjuna. Eftir heimsókn í gamla bæinn er haldið áfram í viðskiptahverfin Miraflores og San Isidro þar sem er stórkostlegt útsýni yfir hafið. Kvöldverður á þekktum veitingastað við ströndina. 

Gist í Lima í 2 nætur.

 • Morgunverður
 • Kvöldverður

17. september | Dagur í Lima

Um morguninn skoðum við Larco Herrera einkasafnið en það hefur að geyma ýmsa handunna muni sem tengjast sögu og menningu landsins fyrir daga Kólumbusar í Ameríku. Þar má m.a. finna 45 þúsund keramikgripi en sumir þeirra eru þekktir fyrir erótískan undirtón. Einnig má sjá textílvefnað, skartgripi og útskorna steina. Við borðum saman hádegismat á safninu, eftir að hafa skoðað þessa spennandi gripi. Síðdegis verður frjáls tími til að kanna borgina á eigin vegum.

 • Morgunverður
 • Hádegisverður
Opna allt

18. september | Cusco – Pisac

Flogið verður frá Lima snemma dags og lent um einum og hálfum tíma síðar í Cusco. Þaðan liggur leið okkar í átt að Sacered Valley eða hinum heilaga dal Inkanna. Á leið okkar komum við til Awanakancha, en þar kynnumst við ýmsum dýrategundum af kameldýraætt, t.d. lama- og alpacadýrum, en þessar dýrategundir eiga uppruna sinn í Andesfjöllunum. Alpaca ullin er víðfræg og munum við fylgjast með heimamönnum nota sína ævafornu tækni við að búa til einstakar vefnaðarvörur. Aðeins lengra er fagri bærinn Pisac, þar sem Inka- og nýlenduáhrif hafa samtvinnast í fullkomnu jafnvægi og tengst einstökum lifnaðarhætti íbúanna á áberandi hátt í gegnum árin. Hér gefst færi á að kanna bæinn, sem er frægur fyrir markað með listrænt handverk, eins og skartgripi, keramik og vefnaðarvöru. 

Gist í 2 nætur á hóteli í Sacred Valley.

 • Morgunverður
 • Hádegisverður

19. september | Sacred Valley

Þennan dag skoðum við ýmsa staði í Sacred Valley. Við heimsækjum saltnámur í Maras þar sem við kynnum okkur hina fornu hætti og vinnulag Inka. Eftir góðan hádegismat heldur leið okkar áfram til þorpsins Ollantaytambo, eina þorps Inkamenningarinnar sem enn er í byggð. Fyrir ofan þorpið sem byggt er á stöllum og býr yfir merkilegu áveitukerfi, gnæfa rústir virkis sem eitt sinn varði borgina og veitti henni vernd gegn óvinum.

 • Morgunverður
 • Hádegisverður

20. september | Machu Picchu

Dagurinn hefst á lestarferð til Aguas Calientes, sem er við rætur fjallsins sem Machu Picchu stendur á. Strax eftir komuna í bæinn höldum við upp til Machu Picchu, sem stundum hefur verið kallað eitt af sjö undrum veraldar. Borgin er á stórkostlegum fjallstoppi hátt yfir Rio Urubamba-gilinu. Hvöss strýta Huayna Picchu gnæfir yfir borginni og allt er umlukið háum fjallgarði, sem oft er hulinn þoku. Farið verður með rútu upp að sjálfri Inkaborginni og þaðan haldið í skoðunarferð um rústirnar en þar bjuggu eitt sinn um 15.000 íbúar. Þessi týnda borg, bókstaflega grafin í skógarkjarr, fannst ekki aftur fyrr en árið 1911. Í skoðunarferð um borgina sjáum við hvernig ýmsar gerðir húsa voru byggðar af einstakri nákvæmni.

Gistum í eina nótt á hóteli í Aguas Calientes við rætur Machu Picchu.

 • Morgunverður
 • Hádegisverður
 • Kvöldverður

21. september | Machu Picchu – Cusco

Fyrri hluti dags er frjáls og allir með rútumiða sem gildir fyrir ferð aftur upp í Machu Picchu þar sem margt er að sjá. Í seinni heimsókn okkar þangað eigum við möguleika á að kanna hin ýmsu svæði borgarinnar og upplifa þennan einstaka stað. Hægt er að ganga upp að sólarhliðinu eða út að steinbrúnni sem byggð er inn í klettaveginn og var ein af tengileiðunum inn í borgina. Við tindinn eru rústir af stjörnuskoðunarhúsi sem Inkarnir byggðu og útsýnið niður á Machu Picchu stórkostlegt.

Eftir góðan tíma í Machu Picchu tökum við svo lestina til baka og verðum komin um kvöldmatarleytið til Cusco þar sem við gistum í 2 nætur.

 • Morgunverður

22. september | Cusco

Frjáls tími um morguninn til að hvíla sig og safna kröftum. Eftir hádegi verður farið í skoðunarferð um Cusco, fyrrum höfuðborg Inkaríkisins og sjáum við ýmislegt forvitnilegt. Við skoðum dómkirkjuna á Plaza de Armas torginu og förum að einum mikilvægasta stað Inkaríkisins, Sólarhofinu eða Koricancha, en St. Domingo-kirkjan var byggð ofan á hana. Korikancha var á sínum tíma skreytt með 18k gulli, sem Spánverjar rændu. Við skoðum rústirnar í Sacsayhuaman, sem eru þekktar fyrir sinn risavaxna steinarkitektúr en einnig liggur leið okkar að Kenko, með steinaltari í formi fjallaljóns. Við sjáum rauða virkið í Puca-Pucara og loks Tambomachay.

Endum frábæran dag á að borða góðan kvöldmat með þjóðlegum skemmtiatriðum.

 • Morgunverður
 • Kvöldverður

23. september | Frjáls dagur í Cusco

Í dag getur hver og einn skipulagt daginn eftir eigin hentisemi. Upplagt er að taka það rólega og njóta aðstöðu hótelsins. Athygli er vakin á því að hæðaveiki gæti hrjáð mannskapinn og því gott að fara sér hægt. Ef áhugi er fyrir léttri gönguferð þá er hægt að glöggva sig betur á borginni Cusco, en hótelið er vel staðsett í gamla bænum. Í Cusco er að finna vandað handverk og frábæra veitingastaði.

 • Morgunverður

24. september | Puno

Í dag er langur ferðadagur. Að loknum morgunverði kveðjum við borgina Cusco og tökum stefnuna á Puno. Á leiðinni heimsækjum við bæinn Andahuaylillas sem stendur í 3.198 m hæð yfir sjávarmáli. Í bænum er að finna merkilega kirkju frá árinu 1580, en við fyrstu virðist hún einstaklega látlaus, en þegar inn er komið blasir við sjón sem minnir á kviksjá. Litrík málverk þekja alla veggi, freskur í loftum og stórbrotið gyllt altari prýðir þessa stórfenglegu kirkju sem hefur verið nefnd sixtínska kapella Andesfjalla. Þegar við höfum skoðað okkur um í þessum fallega bæ höldum við leið okkar áfram um Andesfjöllin.  Á leið okkar munum við fræðast um og skoða einstaklega merkar minjar frá tímum Inkanna s.s. hofið Raqchi og borgina Pucara sem talin er vera allt frá árinu 1800 fyrir Krist.

Þegar við komum til borgarinnar Puno verður okkur ekið beint á hótel þar sem við gistum í 2 nætur.

 • Morgunverður
 • Hádegisverður

25. september | Uros & Taquile á Titicaca vatni

Að loknum morgunverði höldum við í ógleymanlega siglingu á hinu töfrandi Titicaca vatni, einu af undrum Perú. Vatnið er það stærsta í Suður-Ameríku og liggur hæst yfir sjávarmáli eða í 3.812 m hæð. Titicaca er hæsta skipgenga vatn í heimi. Við stöldrum fyrst við fljótandi eyjarnar Uros og kynnumst menningu Uros þjóðflokksins sem byggir þessar stórmerkilegu eyjar. Eyjarnar eru um 40 talsins og eru búnar til úr um 30-40 cm þunnu sefi og fljóta á vatninu. Við höldum í stutta gönguferð um eyjarnar og kynnumst glaðlegum íbúum þeirra, sem og lifnaðarháttum þeirra. Að því loknu verður haldið til Taquile eyju en þar heilsa íbúar Aymara samfélagsins upp á gesti og gangandi í litríkum þjóðbúningnum og sýna eyjuna með stolti. Þar verður snæddur hádegisverður að hætti heimamanna. Á eyjunni búa um 2.200 manns og er hún sérstaklega þekkt fyrir fallegan og litríkan skrautvefnað kvennanna og prjónaskap karlanna. Hefur þessi einstaka menningararfleið verið yfirlýst frá heimsminjaskrá UNESCO um menningarverðmæti sem ber að varðveita.

 • Morgunverður
 • Hádegisverður

26. september | Juliaca – Lima – Paracas

Við hefjum daginn á að heimsækja Sillustani, einstaklega merkileg grafhýsi, svonefnda Chullpas turna frá 14. öld. Auk þeirra er að finna þar sérstakan fórnarstað, hinn svokallaða Sólarhring, sem er umgirtur kransi úr tilhöggnum steinum. Við göngum í um klukkustund í einstöku landslagi og njótum útsýnisins að Umayo vatni. Skömmu eftir hádegi förum við í flug til Lima og lendum þar um einum og hálfum tíma síðar.

Þaðan verður ekið til borgarinnar Paracas þar sem gist verður tvær nætur. 

 • Morgunverður

27. september | Ballestas eyjarnar – flug yfir Nazca Lines

Í dag tökum við daginn snemma og höldum í einstaka skoðunarferð til Ballestas eyjanna sem oft eru nefndar litlu Galapagos. Við verðum vitni að einstöku dýralífi eyjanna, fjölskrúðugu fuglalífi og dásamlegu sjónarspili náttúrunnar. Síðdegis höldum við í útsýnisflug yfir eitt helsta aðdráttarafl Perú, dularfullu Nazca Lines. Hér er um að ræða einstaklega undarlegar en magnaðar myndir sem merktar hafa verið í sandinn fyrir um 2.000 árum og hafa enn ekki máðst út. Umfang þeirra er einungis hægt að sjá úr lofti. Síðdegið er frjálst í Paracas.

 • Morgunverður

28. september | Lima – New York

Farþegar hafa frjálsan tíma fyrri hluta dags til að kynna sér Paracas nánar á eigin vegum. Eftir hádegi höldum við til Lima þar sem við snæðum saman kveðjukvöldverð.

Síðla kvölds höldum við á flugvöllinn fyrir næturflug til New York, en brottför verður kl. 00:16.

 • Morgunverður
 • Kvöldverður

29. september | New York – Keflavík

Brottför flugs frá Lima til New York er skömmu eftir miðnætti í byrjun þessa dags, eða 00:16. Lent verður í New York kl. 8:50 að staðartíma eftir um 7,5 tíma flug. Ferðin heldur áfram til Íslands sama dag,  eða kl. 20:20, og áætluð lending á Íslandi kl. 5:55 morguninn eftir eða þann 30. september, eftir um 5,5 tíma flug. Möguleiki er að framlengja dvölina í New York fyrir þá sem það kjósa.

Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum þegar komið er á staðinn.

Myndir úr ferðinni

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2018 - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2018 - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2018 - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2018 - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2018 - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2018 - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2018 - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2018 - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2018 - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2018 - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2018 - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2018 - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2018 - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2018 - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2018 - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2018 - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2018 - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2018 - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2018 - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2018 - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2018 - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2018 - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2018 - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2018 - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2018 - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2018 - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2018 - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2018 - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2018 - Ljósm. Haukur Gunnarsson
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2018 - Ljósm. Haukur Gunnarsson
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2018 - Ljósm. Haukur Gunnarsson
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2018 - Ljósm. Haukur Gunnarsson
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2018 - Ljósm. Haukur Gunnarsson
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2018 - Ljósm. Haukur Gunnarsson
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2018 - Ljósm. Haukur Gunnarsson
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2018 - Ljósm. Haukur Gunnarsson
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2018 - Ljósm. Haukur Gunnarsson
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2018 - Ljósm. Haukur Gunnarsson
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2018 - Ljósm. Haukur Gunnarsson
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2018 - Ljósm. Haukur Gunnarsson
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2018 - Ljósm. Haukur Gunnarsson
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2018 - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Fararstjórn

Eyrún Ingadóttir

Eyrún Ingadóttir, sagnfræðingur og rithöfundur, er fædd á Hvammstanga árið 1967. Hún er með BA-próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands 1993 og diplóma í stjórnun- og starfsmannamálum frá Endurmenntun Háskóla Íslands 2003. Hún starfar hjá Lögmannafélagi Íslands og Lögfræðingafélagi Íslands og hefur frá árinu 2003 skipulagt og farið sem fararstjóri í ferðir sem félögin standa fyrir árlega. Meðal annars hefur hún farið til Suður-Afríku, Argentínu, Indlands, Georgíu, á Íslendingaslóðir í Kanada, Tyrklands (Istanbul), Eistlands, Víetnam og Kambódíu. 

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00