9. - 23. apríl 2024 (15 dagar)
Ævintýraleg ferð til konungsríkisins Marokkó, sem kynnir okkur hrífandi sögu og töfrandi menningarheim landsins. Við upplifum miklar andstæður, fagrar strendur, pálmatré, eyðimerkur og stórbrotin fјöll og heimsækjum heillandi þorp þar sem stundum virðist sem daglegt líf hafi staðið í stað í gegnum aldirnar. Margt er að sjá, skoða og upplifa þ.á m. fornminjar rómversku borgarinnar Volubilis, sem komnar eru á heimsminjaskrá UNESCO. Komið er til Meknes, með sína miklu virkisveggi, og konungsborgin Fes er heillandi, gömul og rík af andalúsískri-márískri byggingarlist. Við kynnumst töfrum sandsins í Merzouga sandöldunum við rætur Sahara eyðimerkurinnar og njótum þess að fylgjast með sólsetrinu í úlfaldaferð. Marrakech er afar töfrandi borg, þar er engu líkara en við séum stödd í ævintýrum Þúsund og einnar nætur. Borgin byggðist upp í eyðimörk og rauðleitu leirhúsin í borginni eru til vitnis um það. Margir þekkja Casablanca sem er litrík og skemmtileg borg og eins förum við til Rabat sem er höfuðborg landsins. Ferðin byrjar og endar á Malaga á Spáni og þaðan verður sigld stutt leið yfir til Tangier í Marokkó.