Sigling um firði Noregs

Þessi ævintýraferð hefst í Bergen og er stefnan tekin í norður í mynni Hjeltefjord. Siglt er hjá Nordfjord og framhjá West Cape út á rúmsjó. Brátt birtast ótal smáeyjar og sker á leiðinni til Ålasund, sem er einstaklega fallegur bær með ótal turnum og snotrum byggingum. Hér verður skoðað áður en áfram er siglt til Florö, Molde og Kristiansund. Í Þrándheimi stígum við í land og skoðum þennan fornfræga stað, menningu hans, arkitektúr og sögu. Tilkomumikið landslag blasir við þegar siglt er norður eftir ströndinni til Rörvik og Brönnöysund yfir Norðurheimskautsbauginn. Við sjáum Svartisen, næststærsta jökul Noregs og ferðumst meðfram hinni fallegu Helgeland strandlengju til Bodö. Við siglum framhjá skörpum tindum Lofoten, inn í mynni hins þekkta Tröllafjörð og heimsækjum merkilega fiskveiðiþorpið Stamsund. Í Tromsö verður dvalið bróðurpart úr degi. Farið verður til Skjervöy, Hammerfest og Havösund áður en komið verður til Honningsvåg á North Cape sem er einn nyrsti oddi Evrópu. Hér er fuglalífið um varptímann einstakt, ótal sjófuglategundir hafast þar við sem gaman er að fylgjast með. Þessar norðlægu slóðir eru heimkynni Sama. Við siglum hjá Finnkirka, kletti sem er þeirra helgasti staður á leiðinni til Kjöllefjord. Hér gefst tækifæri til að kynnast menningu þeirra, siðum og venjum. Við endum þessa mögnuðu ferð í bænum Kirkenes, nyrst í Noregi.

Farþegar geta valið úr káetum í fjórum mismunandi gæða- og verðflokkum:

 
Verð á mann í tvíbýli í Inside I káetu 388.800 kr. 

Inside I káetur eru ekki með glugga. Tvö aðskilin rúm ásamt baðherbergi með sturtu og salerni.
Aukagjald fyrir einbýli í Inside I káetu 183.700 kr - Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu.

 
Verð á mann í tvíbýli í Polar Outside J & L káetu 434.900 kr.  

Polar Outside J & L káetur eru á neðra þilfari og eru með kýrauga.
Ekki er hægt að fá einbýli í þessum flokki.

 
Verð á mann í tvíbýli í Polar Outside N káetu 454.200 kr.  

Polar Outside N káetur eru með gluggum og örlítið rýmri en J & L káetur.
Ekki hægt að fá einbýli í þessum flokki.

 
Verð á mann í tvíbýli í Polar Outside O káetu 473.500 kr.  

Polar Outside O káetur eru með gluggum og örlítið rýmri en N káetur.
Ekki hægt að fá einbýli í þessum flokki.

 
Verð á mann í tvíbýli í Arctic Superior P káetu 493.400 kr.  

Arctic Superior P káetur eru með gluggum og örlítið rýmri en N káetur.
Ekki hægt að fá einbýli í þessum flokki.

 
Verð á mann í tvíbýli í Arctic Superior U káetu 553.600 kr.  

Arctic Superior U káetur eru á efri þilförum. Töluvert rýmri káeta á efri þilförum, með útsýnisglugga og aðstöðu til að hita sér kaffi eða te.
Ekki hægt að fá einbýli í þessum flokki.

 
Innifalið

 • 7 daga ferð.
 • Flug með Icelandair til Bergen.
 • Flug frá Kirkenes til Osló og áfram heim.
 • Flugvallaskattar.
 • Gisting í 6 nætur í tveggja manna klefa um borð í Hurtigruten.
 • Sigling með Hurtigruten frá Bergen til Kirkens.
 • Fullt fæði um borð í Hurtigruten.
 • Rúta frá flugvellinum í Bergen að skipinu ásamt stuttri skoðunarferð um bæinn.
 • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

 • Auka skoðunarferðir sem standa til boða að kaupa um borð í skipinu.
 • Aðrar máltíðir en þær sem nefndar eru undir innifalið.
 • Drykkjarföng og persónuleg útgjöld.
 • Forfalla- og ferðatrygging.

Kort af ferðinni

Ferðalýsing

Prenta ferðalýsingu

13. júní | Flug til Bergen – frjáls tími

Brottför frá Keflavík kl. 8:00 og lending í Bergen kl. 12:15 að staðartíma, en flugið tekur um tvo og hálfan tíma. Inga og Guðni taka á móti hópnum á flugvellinum. Á leiðinni til skips höldum við í smá skoðunarferð um miðbæinn áður en komið er í skipið MS Richard With og við komum okkur fyrir í káetunum. Okkar bíður myndarlegt hlaðborð undir kvöld og brátt er siglt af stað. Að máltíð lokinni er ljúft að njóta landslagsins sem við siglum hjá annað hvort af dekki eða frá einhverjum útsýnissal skipsins. Þessi leið er sú sama og víkingar fóru forðum á leið sinni til Hjaltlandseyja.

14. júní | Florö – Molde

Árrisulir ná hugsanlega að sjá tilkomumikið landslag þegar siglt er hjá Florö og Norðfirði en svo kemur að morgunverði. Áfram er siglt hjá vestasta tanga Noregs og brátt þræðir skipið leið milli smáeyja og skerja uns komið er í Álasund. Hér verður farið í land og dvalið hluta dags. Í bænum, sem er einstaklega fallegur, búa tæplega 50 þúsund manns. Við kynnumst sögu staðarins, mannlífi, skoðum byggingar og söfn. Bærinn varð eldi að bráð árið 1904 og tæplega 12 þúsund íbúar urðu fyrir miklu tjóni. En smám saman reis nýr og fallegur bær úr rústunum og íbúum fjölgaði. Þegar siglt er þaðan verður farið inn Geirangursfjörð sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Þar er ótrúlega fallegt, snarbrattar fjallshlíðar, ógnvekjandi björg og frægir fossar s.s. Brúðarslörið og Sjö systur. Siglt er hjá Molde og stefnan tekin á Kristjánssund sem er þéttbýlisstaður í Mæri. 

15. júní | Þrándheimur - Rörvík

Næsta dag erum við komin til Þrándheims, hins forna höfuðstaðar. Fyrrum hét hann Niðarós og hér gefst tækifæri til að skoða. Enginn heimsækir Þrándheim án þess að skoða Niðaróskirkju sem á sögu allt aftur til ársins 1070. Borgin er sú þriðja stærsta í Noregi, íbúafjöldinn 160 þúsund. Margt er í boði þennan dag, ýmsar sérferðir sem vert er að gefa gaum. Skipið leggur úr höfn seinni part dags, tekur norðvestur stefnu og siglir hjá einstaklega fallegum Kjeungskjærvita sem stendur á litlu skeri nánast á haffletinum. Áfram siglum við milli smárra og stórra skerja um lygnan sjó og þegar komið er í gegnum þröngt Stokksundið verður stefnt á hinn heillandi stað Rörvik.

Opna allt

16. júní | Brönnöysund - Svolvær

Í dag verður farið yfir heimskautsbaug, merkur áfangi sem skipstjóri fagnar með sérstakri viðhöfn á þilfari. Farið meðfram ströndinni og komið í land á litlum, snotrum stað, Örnesi. Hér verður áð en svo áfram siglt norðan við heimskautsbaug til Bodö. Héðan er haldið út á rúmsjó í áttina að Lofoten. Þegar nær dregur landi birtist svonefndur Lofoten Veggur á sjóndeildarhringnum, makalaus sjón. Þetta eru yfir 1000 metra háir tindar sem þar gnæfa upp úr granítfjöllum og hvítri sandströnd, einstök náttúrufegurð. Töfrar Lofoteneyja fylgja okkur síðan það sem eftir lifir dags, komum í Stamsund undir kvöld. Þaðan er svo stutt sigling til Svolvær. 

17. júní | Stokmarknes – Skjervöy

Siglingaleiðin í dag er einstaklega heillandi um sund, með skerjum og smáeyjum. Við sjáum víða til fiskiþorpa og um morguninn verður komið til Risöyhamn, Harstad og Finnsnes áður en lagst er að bryggju í Tromsö. Hér verður dvalið daglangt í höfuðstað norska heimskautasvæðisins. Í þessum bæ, sem á sér langa sögu, búa um 65 þúsund íbúar og voru Samar þeir fyrstu sem settust hér að. Margt merkilegt er hér að finna t.d. nyrsta grasagarð Evrópu, norðlægasta brugghús veraldar og byggðasafn. Héðan hafa fjölmargir heimskautaleiðangrar lagt upp, t.d. leiðangrar Roald Amundsen og Fridtjof Nansen. Að loknum dásamlegum degi í Tromsö er siglt áfram til Skjervöy.  

18. júní | Öksfjord - Berlevåg

Spennandi dagur framundan því nú er siglt um nyrstu eyjur og svæði Noregs. Við komum til Hammerfest, Haveöysund og Honningsvåg, gáttina að nyrsta odda landsins. Ef farið er landleiðina þangað, upp í rúmlega 300 m hæð, fær maður á tilfinninguna að komið sé á enda veraldar. Fuglalífið á þessum slóðum á sumrin er ótrúlegt, ótal tegundir deila hér varpstöðvum og sjávarfangi. Á þessum einstaka stað er líka mannlíf því á nokkrum stöðum eru smáþorp fiskimanna svo sem á Kamöyvær og Skarsvåg. Siglingin heldur áfram og þegar siglt er hjá Finnkirken, klettadrang út við hafið og helgasta stað Sama erum komin inn í þeirra veröld. Henni kynnumst við frekar í fiskiþorpinu Kjöllefjord þar sem dvalið verður um hríð. Komum til Mehamn undir kvöld og endum við Berlevåg. 

19. júní | Kirkenes – Osló – Heimflug

Umhverfið er enn magnað þegar við nálgumst Kirkenes, höfuðborg Barentshafs eins og bærinn er stundum kallaður. Komum til Vadesö í dagrenning og í höfn í Kirkenes rétt að loknum morgunverði. Við erum á 30°Austur, austar en Istanbul í Tyrlandi og St. Pétursborg í Rússlandi.  Eftir morgunverð er hópurinn fluttur frá skipi á flugvöll, brottför kl.11:30 og lending í Osló kl. 13:35. Þaðan er svo flogið til Keflavíkur kl. 14:45 og þar lent 15:25. 

Myndir úr ferðinni

Gluggalaus innri káeta á neðra þilfari.

Gluggalaus innri káeta á neðra þilfari.

Káeta í flokki N & O á neðra þilfari.

Káeta í flokki N & O á neðra þilfari.

Arctic superior káeta á efra þilfari með glugga og góðu útsýni.

Arctic superior káeta á efra þilfari með glugga og góðu útsýni.

Gluggalaus innri káeta á neðra þilfari.
Káeta í flokki N & O á neðra þilfari.
Arctic superior káeta á efra þilfari með glugga og góðu útsýni.

Fararstjórn

Inga Erlingsdóttir

Inga Erlingsdóttir er fædd og uppalin í Grindavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð og starfaði við kennslu upp frá því í mörg ár. Ferðamálanámi lauk hún 1989 frá Sviss og starfaði eftir það við ferðamál til 2009 bæði á Íslandi og í Noregi og hefur skipulagt fjölda ferða fyrir bæði einstaklinga og hópa. 

Guðni Ölversson

Guðni Ölversson er fæddur í Reykjavík en uppalinn á Eskifirði. Hann lauk kennaraprófi 1973 og hefur starfað sem kennari nær sleitulaust allar götur síðan. Hann hefur lengst verið kennari í Grindavík, í Biskupstungum bæði í Reykholti og á meðferðarheimilinu á Torfastöðum og í Öldutúnsskólanum í Hafnarfirði. Á námsárunum og í sumarfríum eftir að námi lauk stundaði hann sjómennsku.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 09:30-16:00