Eþíópía - forn & framandi

Eþíópía er svo sannarlega einstök heim að sækja og frábrugðin nágrannalöndum sínum. Þjóðin hefur frá örófi alda þróað sína eigin trú, tímatal og tungumál. Á þessu ferðalagi gefur að líta stórbrotna náttúru og sögulegar minjar sem bera strax fyrir augu er við ferðumst til Bahir Dar, Tanavatns hins fagra og fossa Bláu Nílar. Á ferðalagi okkar fljúgum við yfir tignarlega fjallgarða í norðurhluta landsins, heimsækjum Axum sem var höfuðstaður mikils konungsveldis fyrir 3000 árum og Lalibela, aðra helgustu borg Eþíópíu þar sem er að finna steinkirkjur frá 12. öld, höggnar í kletta á einstakan máta. Í suðurhluta landsins ökum við á jeppum og upplifum fjölbreytta náttúru á leið okkar til ættbálkanna í Omo dalnum. Ættbálkar landsins eru 85 talsins og þekkjast þeir af margbreytilegum líkamsskreytingum og klæðaburði. Dvöl í Omo dalnum er einstök og svo sannarlega eins og að hverfa inn í annan menningarheim. Ekki spillir fyrir fjölbreytt náttúra þar sem fjöll eru gróin upp á tinda. Dvalið í Jinka, Turmi og Konsó og heimkynni Hamer, Erbore, Tsemai, Dorze og Konsó ættbálkanna skoðuð. Þegar komið er til höfuðborgarinnar skoðum við okkur um, heimsækjum markaðstorg með vinsælan varning fyrir ferðamenn eins og vefnað, útskurð, skartgripi og margt fleira. Að lokum er hátíðarkvöldverður og danssýning á þjóðlegum nótum í Addis Ababa. Það eru forréttindi að ferðast um land eins og Eþíópíu með fararstjóra sem hefur búið í landinu í 15 ár og talar tungumál heimamanna.

Verð á mann 649.900 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 58.800 kr.


Innifalið

 • Áætlunarflug með Icelandair: Keflavík – London Heathrow – Keflavík.
 • Áætlunarflug með Ethiopian Airlines: London Heathrow – Addis Ababa – London Heathrow.
 • Innanlandsflug með Ethiopian Airlines.
 • Flugvallaskattar fyrir alla ferðina.
 • Allur akstur til og frá flugvöllum innanlands.
 • Allar rútu- og jeppaferðir samkvæmt ferðalýsingu.
 • Skoðunarferðir og aðgangseyrir samkvæmt ferðalýsingu.
 • Gisting í 15 nætur í tveggja manna herbergi með baði á góðum hótelum, samkvæmt landsmælikvarða.
 • Morgun- og kvöldverður allan tímann.
 • Danssýning og eþíópískur lokakvöldverður.
 • 1 nestishádegisverður.
 • 2 vatnsflöskur á dag.
 • Sigling á Tanavatni.
 • Enskumælandi staðarleiðsögn.
 • Íslensk fararstjórn.
 • Undirbúningsfundur með fararstjóra fyrir ferð.

Ekki innifalið

 • Þjórfé fyrir erlenda staðarleiðsögumenn og rútu- og jeppabílstjóra.
 • Aðrar máltíðir en þær sem taldar eru upp í ferðalýsingu.
 • Vegabréfsáritun (ca $ 52 á mann).
 • Forfalla- og ferðatryggingar.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

10. október │ Flug til Addis Ababa

Flug með Icelandair frá Keflavík kl 12:30. Mæting í Leifsstöð í síðasta lagi 2 klst. fyrir brottför Lending í London kl. 16:30 að staðartíma. Flogið áfram með næturflugi til Addis Ababa með Ethiopian Airlines kl. 21:00. Áætlaður lendingartími kl. 06:35 að staðartíma morguninn eftir.

11. október │ Addis Ababa

Lending á Bole alþjóðaflugvellinum í Addis Ababa kl. 06:35 að morgni. Eftir vegabréfaskoðun má skipta dollurum í eþíópískan birr og síðan er haldið sem leið liggur á hótel. Farþegum gefst tækifæri á að hvíla sig til hádegis eftir langt ferðalag. Þegar allir hafa snætt morgunverð og hvílst tekur við skoðunarferð um Addis Ababa, m.a. í Þjóðminjasafn borgarinnar þar sem sjá má m.a. beinagrind apakonunnar Lucy sem var uppi fyrir 3,5 milljón árum. 

12. október │ Bahir Dar – Fossar Bláu Nílar

Snemma morguns höldum við af stað til Bahir Dar en þangað er u.þ.b. klukkutíma flug. Eftir  viðkomu á hótelinu í Bahir Dar verður haldið að fossum Bláu Nílar en fallhæð þeirra getur verið allt að 45 metrar þegar að mest er í ánni. 

Opna allt

13 október │ Bahir Dar - Tanavatn

Eftir morgunverð höldum við í siglingu á Tanavatni þar sem eru 37 fallegar eyjar sem margar eru í byggð og á 17 þeirra eru klaustur eða kirkjur. Klaustur einnar eyjunnar tengist sögunni um varðveislu sáttmálsarkarinnar í Eþíópíu. Við förum í land á höfðanum URA en þar skoðum við m.a. fallega íkonum skreytt klaustur.

14. október │ Bahir Dar – Axum

Snemma morguns verður flogið til Axum. Úr flugvélinni má sjá stórbrotna náttúru eþíópísku  hásléttunnar, skorna af árfarvegum og djúpum gljúfrum. Í borginni verða skoðaðir tugmetra háir steinminnisvarðar og grafhýsi konunga hins forna Axum veldis. Steináletrun Ezna konungs frá 3. öld er áhugaverð. Við heimsækjum kirkjuna í borginni og safn sögulegra dýrgripa rétt við vörslustað sáttmálsarkar Móse. Minjar um höll sem heimamenn segja að hafi tilheyrt drottningunni af Saba verða heimsóttar.

15. október │ Axum - Lalibela

Morgunflug til Lalibela, annarrar helgustu borgar Eþíópíu, flugtími u.þ.b. 30 mínútur. Í Lalibela eru hinar einstöku ellefu kirkjur frá 12. öld sem eru grafnar inn í fjöllin, oft nefndar áttunda undur veraldar. Við skoðum sex þeirra þennan dag, hina svokölluðu himnesku Jerúsalem og endum á að skoða kirkju Heilags Georgs, sem er þeirra frægust. Kvöldmatur á útsýnisstað við sólarlag.

16 október │ Lalibela

Eftir morgunverð skoðum við þær fimm kirkjur sem eftir eru, hina svokölluðu jarðnesku  Jerúsalem. Hér munum við m.a. ganga í gegnum „göng heljar“ sem gengin eru í algjöru myrkri. Síðan er upplagt að fara á sérstakan útsýnisveitingastað og snæða hádegisverð en þaðan er stórbrotið útsýni yfir nágrannasveitir og landslag. Á leið aftur á hótel gefst tími í bænum til að skoða í verslanir, kaupa krydd, hunang eða fara á kaffihús en þess má geta að kaffi á uppruna sinn í Eþíópíu.

17. október │ Lalibela – Langano

Frjáls tími þar til haldið er út á flugvöll, þaðan sem flogið er til Addis Ababa. Lagt verður af stað í jeppum suður á bóginn og ekið til Langanó. Það er áhugavert að sjá hvernig landslag og gróðurfar breytist eftir því sem við komum sunnar, ásamt því að við bæina úir og grúir af fólki og húsdýrum á götunum. Gist verður við Langanó vatn. 

18. október │ Langano – Konso

Snemma morguns höldum við af stað og ökum smám saman niður í sigdalinn mikla og meðfram Abaya vatninu, áður en við komum til bæjarins Arba Minch. Við munum fara í bátsferð á Chamo vatni og skoðum krókódíla, flóðhesta og fuglalífið. Haldið er áfram yfir sléttuna til Konso þar sem við munum gista.

19. október │ Konso – Turmi (Hamer ættbálkur)

Haldið er snemma morguns af stað frá Konso og ekið þvert yfir Woitodalinn sem er greinilegasti   hluti Rift Valley í ferðinni með þurrum sléttum í dalbotninum, en við klifrum um fjallagil upp í hæðirnar handan dalsins. Ef tími vinnst til skoðum við byggðasafnið í Jinka og höldum svo áfram. Við tökum nestispásu á leiðinni. Haldið er um byggðir Hamer fólksins og heilsað upp á heimamenn. Á leiðinni má búast við að koma að mjög líflegum og litríkum markaði í Dimeka. Síðan haldið til Turmi og Hamer ættbálksins vitjað. Gist í Turmi.

20. október │ Turmi – Konso (Erbore & Tsemai ættbálkarnir)

Áfram haldið eftir Woito dalnum, þar sem við fáum leiðsögn um Erbore þorpið. Þess má geta að í þessum dal bjó fararstjórinn í fjögur ár meðan verið var að byggja upp kristniboðsstöð í dalnum og við ætlum að sjálfsögðu að koma þar við, fá fræðslu um Tsemai fólkið og kynnast þýðingu kristniboðsstarfsins fyrir ættbálkinn, s.s. hvað varðar skólahald og heilbrigðisþjónustu. Ekið áfram til Konso þar sem gist er í eina nótt.

21. október │ Konso – Arba Minch (Konso & Dorze ættbálkarnir)

Við hefjum daginn á því að heimsækja Konso ættbálkinn en þetta fólk þekkist langar leiðir,  sérstaklega konurnar, af klæðaburði sínum. Konso menn eru kunnir fyrir svokallaða stallamyndun og ræktun á þeim. Höldum síðan leið okkar áfram til Arba Minch og áfram til Dorze ættbálksins, sem býr uppi í fjöllunum. Gist í Arba Minch.

22. október │ Arba Minch – Langano vatn

Nú kveðjum við Arba Minch og ökum aðra leið til baka í átt til höfuðborgarinnar. Í þjóðgarðinum   við Abyata og Shala vötnin skoðum við dádýr og strúta og förum á útsýnisstað yfir vötnin áður en haldið er í gistingu við Langano vatn.

23. október │ Langano vatn – Addis Ababa

Eftir morgunverð er haldið sem leið liggur til Addis Ababa. Í höfuðborginni heimsækjum við verslanir Hilton hótelsins og verslunarhverfi með mörgum smáverslunum sem bjóða varning alls staðar að frá Eþíópíu, áður en haldið er á hótel. Um kvöldið verður boðið upp á eþíópískan hátíðarkvöldverð með danssýningu og þjóðlegum hljóðfæraleik. Gist í Addis Ababa síðustu nóttina.

24. október │ Skoðunarferð um Addis Ababa og heimferð

Setjum farangurinn okkar í geymslu eftir morgunverð og höldum í skoðunarferð um Addis  Ababa þar sem farið er upp á Entoto hæðina (3200 m) en þaðan er stórfenglegt útsýni yfir borgina. Fleiri eftirminnilegir staðir skoðaðir m.a. frá stjórnartíma Menelik II keisara. Snæðum saman síðdegisverð á hótelinu áður en haldið er út á flugvöll í næturflug til London en flogið er frá Addis Ababa kl. 01.05 eftir miðnætti.

25. október │ Heimferð

Lending í London kl. 06:50 um morguninn og flogið áfram heim með Icelandair kl. 13.05. Lending í Keflavík kl. 15.10 að staðartíma.

Myndir úr ferðinni

Lalibela

Lalibela

Lalibela

Lalibela

Dorze hús

Dorze hús

Eþíópískir veiðimenn

Eþíópískir veiðimenn

Laguano

Laguano

Eþíópískt kaffi

Eþíópískt kaffi

Laguano

Laguano

Bláa Níl

Bláa Níl

Lalibela

Lalibela

Dorze hús

Dorze hús

Kirkja í Lalibela

Kirkja í Lalibela

Eþíópísk kaffi athöfn

Eþíópísk kaffi athöfn

Bahir

Bahir

Í Addis

Í Addis

Í Addis

Í Addis

Í Addis

Í Addis

Útsýni yfir Abaya vatn

Útsýni yfir Abaya vatn

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Úr ferð Bændaferða 2013

Lalibela
Lalibela
Dorze hús
Eþíópískir veiðimenn
Laguano
Eþíópískt kaffi
Laguano
Bláa Níl
Lalibela
Dorze hús
Kirkja í Lalibela
Eþíópísk kaffi athöfn
Bahir
Í Addis
Í Addis
Í Addis
Útsýni yfir Abaya vatn
Úr ferð Bændaferða 2013
Úr ferð Bændaferða 2013
Úr ferð Bændaferða 2013
Úr ferð Bændaferða 2013
Úr ferð Bændaferða 2013
Úr ferð Bændaferða 2013
Úr ferð Bændaferða 2013
Úr ferð Bændaferða 2013
Úr ferð Bændaferða 2013
Úr ferð Bændaferða 2013
Úr ferð Bændaferða 2013
Úr ferð Bændaferða 2013
Úr ferð Bændaferða 2013
Úr ferð Bændaferða 2013
Úr ferð Bændaferða 2013
Úr ferð Bændaferða 2013
Úr ferð Bændaferða 2013
Úr ferð Bændaferða 2013
Úr ferð Bændaferða 2013
Úr ferð Bændaferða 2013
Úr ferð Bændaferða 2013
Úr ferð Bændaferða 2013
Úr ferð Bændaferða 2013
Úr ferð Bændaferða 2013
Úr ferð Bændaferða 2013
Úr ferð Bændaferða 2013
Úr ferð Bændaferða 2013
Úr ferð Bændaferða 2013
Úr ferð Bændaferða 2013
Úr ferð Bændaferða 2013
Úr ferð Bændaferða 2013
Úr ferð Bændaferða 2013
Úr ferð Bændaferða 2013
Úr ferð Bændaferða 2013
Úr ferð Bændaferða 2013
Úr ferð Bændaferða 2013
Úr ferð Bændaferða 2013
Úr ferð Bændaferða 2013
Úr ferð Bændaferða 2013
Úr ferð Bændaferða 2013
Úr ferð Bændaferða 2013
Úr ferð Bændaferða 2013
Úr ferð Bændaferða 2013
Úr ferð Bændaferða 2013
Úr ferð Bændaferða 2013
Úr ferð Bændaferða 2013
Úr ferð Bændaferða 2013
Úr ferð Bændaferða 2013
Úr ferð Bændaferða 2013
Úr ferð Bændaferða 2013

Fararstjórn

Guðlaugur Gunnarsson

Guðlaugur Gunnarsson er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Eftir guðfræðinám við Háskóla Íslands hélt hann ásamt fjölskyldu sinni til Eþíópíu þar sem hann bjó og starfaði í 15 ár.

Hann var við málanám í Addis Ababa fyrsta árið en starfaði síðan á ýmsum stöðum og við fjölbreytilegar aðstæður í suðurhluta landsins við margs konar verkefni tengd heilsugæslu, fræðslu, uppbyggingu og stjórnun allt fram á mitt ár 1998. Hann talar Amharísku, sem er ríkismál Eþíópíu, reiprennandi og er m.a. oft fenginn sem túlkur hér heima. Guðlaugur þekkir afar vel til siða og menningar hinna ýmsu þjóðflokka, einkum í suðurhluta landsins. Á einstakan hátt kynnir hann m.a. söguna, byggingalist, jarðfræði, dýralíf og ekki síst hið daglega líf í landinu. 

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00

 

Tengdar ferðir