Þriggja landa maraþon

5. – 9. október 2018 (5 dagar)

Bændaferðir bjóða upp á þetta stórskemmtilega hlaup sem tengir saman nágrannalöndin þrjú, Þýskaland, Austurríki og Sviss.  Boðið er upp á maraþon í fullri lengd, hálfmaraþon og fjórðungsmaraþon (10,9 km).

Öll hlaupin hefjast á eyjunni Lindau í Þýskalandi og hlaupið verður meðfram stórfallegri strönd vatnsins Bodensee í átt að Bregenz í Austurríki. Hlaupaleiðin endurspeglar fegurð þessa dásamlega svæðis og verður skemmtileg viðbót við annars fjölbreytta maraþonflóru Bændaferða árið 2018. Maraþonið fer fram sunnudaginn 7. október og um kvöldið fer hópurinn saman út að borða og fagnar sigrum dagsins.

Verð á mann í tvíbýli 129.600 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 22.200 kr.


Innifalið

 • 5 daga ferð
 • Flug með Icelandair og flugvallarskattar.
 • Gisting í 2ja manna herbergi.
 • Morgunverður.
 • Ferðir til og frá flugvelli.
 • Íslensk fararstjórn.
 • Undirbúningsfundur með farastjóra.
 • Kvöldverður að loknu hlaupi.

Ekki innifalið

 • Skráningargjöld í hlaupið.
 • Hádegis- og kvöldverðir.
 • Forfalla- og ferðatryggingar.

Þátttökugjald í hlaupið

Maraþon 15.500 kr.
Hálfmaraþon 11.600 kr.
10 km hlaup 8.600 kr.

Með bókun í ferðina öðlast farþegar rétt á öruggri skráningu í Þriggja landa maraþonið, athugið að skráningargjaldið er ekki innifalið pakkanum. Skráning í hlaupið fer fram hjá Bændaferðum.

Innifalið í skráningargjaldi

 • Tímaflaga Champion Chip fyrir hlaupið.
 • Pasta partý á meðan á hlaupasýningunni stendur.
 • Farangursflutningur frá starti að marki.
 • Verðlaunapeningur.
 • Ferja frá Bregenz til Lindau á hlaupadegi.
 • Drykkir og veitingar á meðan hlaupi stendur og að því loknu.
 • Ókeypis samgöngur á hlaupadag.

Flugið

Flogið verður með Icelandair til Zürich. Brottför frá Keflavík kl. 7:20 en mæting í Leifstöð í síðasta lagi 2 klst. fyrir brottför. Lending í Zürich kl. 13:00 að staðartíma. Frá flugvelli verður ekið til Bregenz, en þangað er um 2 klst akstur. Á heimferðardegi er flug heim frá München, aksturinn tekur um 2,5 klst og er flugið kl. 14:05 og lent í Keflavík kl. 16:00.

Kort af ferðinni

Ferðalýsing

Prenta ferðalýsingu

Hlaupið 7. október 2018

Hlaupið hefst á eyjunni Lindau í Þýskalandi, en hún er eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna í Suður-Þýskalandi og er steinljónið og vitinn við höfnina þar sem hlaupið hefst, eitt frægasta tákn eyjunnar. Hlaupið verður yfir á meginlandið eftir 160 m löngu brúnni Seebrücke og meðfram strönd Bodensee í átt að Bregenz í Austurríki, sem er í 10 km fjarlægð frá Lindau. Þeir sem hlaupa fjórðungsmaraþon hlaupa í mark við komuna til Bregenz, en hálfmaraþonhlauparar halda áfram og hlaupa hring út fyrir bæjarmörkin og síðar í mark á Casino leikvanginum í Bregenz. Maraþonhlauparar fá þann heiður að hlaupa yfir landamærin til Sviss, yfir Rínarfljótið og að bænum St. Margarethen. Óþarfi er þó að hafa vegabréfið meðferðis í hlaupið! Hlaupið liggur svo meðfram Rínarfljóti til baka, framhjá fallega klaustrinu Mehrerau og í mark á Casino leikvanginum í Bregenz. Að loknum góðum hlaupadegi mun hópurinn fagna saman á veitingastað í borginni. 

Bregenz

Bregenz er hafnarborg við austasta enda vatnsins Bodensee, eins stærsta ferskvatns í Evrópu. Borgin stendur 5 km frá landamærum Sviss og 3 km frá landamærunum að Þýskalandi. Rínarfljótið tignarlega rennur í Bodensee aðeins 3 km fyrir vestan borgina. Á hverju ári í júlí og ágúst er hér haldin stór menningarhátíð sem ber nafnið Bregenzer Festspiele. Hápunktur hátíðarinnar er óperusýning á sviði sem reist er á Bodensee vatninu sjálfu, en þetta tröllaukna leiksvið er hið stærsta í heimi. Þess má geta að árið 2008 var það notað í tökur á James Bond myndinni Quantum of Solace. Í bænum er að finna fjölmargar byggingar og kennileiti sem vitna um aldagamla sögu borgarinnar, eins og mjósta hús Evrópu, sem er staðsett við Kirchstrasse 29 og er aðeins 57 cm á breidd. Í borginni er einnig að finna fjölmörg söfn, veitingahús og verslanir svo auðvelt ætti að vera að finna sér afþreyingu við hæfi.

Myndir úr ferðinni

Hótel

Ibis Hotel Bregenz

Gist verður á Ibis Hotel Bregenz, sem er þriggja stjörnu hótel miðsvæðis í bænum Bregenz. Hótelið er mjög miðsvæðis, en aðeins er um 4 mínútna gangur að aðalbrautarstöð bæjarins. Í næsta nágrenni við hótelið eru fjölmargar verslanir og veitingastaðir. Á hótelinu eru 96 herbergi með baði, flatskjá, hárþurrku, öryggishólfi og síma. Þráðlaust internet er á öllum herbergjum og í móttöku.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00

 

Tengdar ferðir