Verð á mann 69.900 kr.
Aukagjald fyrir einbýli 26.600 kr.
Þátttökugjald í hlaupið er 37.700 kr.
Innifalið
- Gisting í 2ja manna herbergi í þrjár nætur.
- Morgunverðir á veitingastað hótelsins.
- Réttur á öruggri skráningu í maraþonið.
Athugið að þátttökugjald og flug er ekki innifalið í verði.
Með bókun í ferðina öðlast farþegar rétt á öruggri skráningu í Berlínarmaraþonið (athugið að skráningin í hlaupið er ekki innifalin í pakkanum). Bændaferðum er skylt að selja hlaupaskráninguna sem hluta af ferðapakka.
Innifalið í þátttökugjaldinu
- Leiga á tímaflögu fyrir hlaupið.*
- Aðgangur að hlaupasýningu (Expo).
- Verðlaunapeningur.
*Athugið að Bændaferðir áskilja sér rétt til að innheimta gjald fyrir flögu sem ekki er skilað á rásmarki. Flagan verður þá eign hlauparans og skráð á hans nafn. Flöguna er unnt að nota í viðburðum um víðan heim þar sem ChampionChimp tímatökukerfið er notað.
Abbott World Marathon Majors
Berlínarmaraþonið er eitt af Abbott World Marathon Majors hlaupunum sem margir hlauparar hafa að markmiði að klára. Abbot World Marathon Majors er mótaröð fyrir bæði atvinnu- og áhugamenn. Í hlauparöðinni eru þekktustu og stærstu maraþon heimsins, þ.e. Tokyo, London, Berlín, Chicago, New York og Boston. Ár hvert keppa atvinnumenn innbyrðis í stigakeppni hlauparaðarinnar. Það eru þó ekki einungis atvinnumenn sem taka þátt í Abbott World Marathon Majors því allir þeir sem ljúka öllum sex hlaupunum eru skráðir á frægðarvegginn og kallast „six star finishers“. Þeir sem ná afrekinu fá sérstakan verðlaunapening sem samanstendur af verðlaunapeningum úr öllum sex hlaupunum. 6248 hlauparar um allan heim hafa hlotið þann heiður að vera skráðir á frægðarvegginn og þar af eru 27 Íslendingar, sem margir hverjir hafa náð þeim árangri með Bændaferðum.
Tryggðu þér örugga skráningu – í hraðasta maraþon veraldar!