Maraþon í Boston

18. - 22. apríl 2020 (5 dagar)

Boston maraþonið er klárlega maraþon sem allir maraþonhlauparar verða að upplifa! Boston maraþonið er á meðal stærstu íþróttaviðburða í heiminum og státar sig af því að vera virtasta maraþon veraldar en það var fyrst haldið árið 1897. Maraþonið á sér áhugaverða sögu líkt og sjálf Boston borg. Boston maraþonið er jafnframt eitt af sex stóru maraþonunum í Abbott World Marathon Majors mótaröðinni sem margir hafa að markmiði að ljúka. Borgarbúar eru mjög stoltir af maraþoninu og má glögglega sjá það á götum úti dagana fyrir hlaup, á hlaupdag og dagana á eftir. Hlaupið fer ávallt fram á Patriots Day, þriðja mánudag í apríl, sem er opinber frídagur í Boston. Hlaupaleiðin er einstök þar sem hún hefst í smábænum Hopkinton 42,2 km fyrir utan borgarmörkin og er sambærilegt við að Reykjavíkur-maraþonið myndi hefjast í Hveragerði. Leiðin liggur um litla ameríska smábæi þar sem heimamenn hafa komið sér fyrir úti í garði með garðstóla, grillin og drykkjarföng og hvetja 30 þúsund hlaupara til dáða. Hlaupið endar í miðbæ Boston. Það er einstaklega erfitt að fá þátttökurétt í hlaupið vegna strangrar kröfu um lágmarkstíma en engar kröfur eru gerðar um tíma í ferð Bændaferða.
 
Boston er skemmtileg heim að sækja og er oft talin vinalegasta borg Bandaríkjanna. Það er því tilvalið að taka með sér maka eða aðra velunnara í þessa ferð þar sem þeir verða ekki sviknir af dvölinni í Boston.
Tryggðu þér örugga skráningu í elsta maraþon heims – án allra tímatakmarkana!

Verð á mann í tvíbýli 168.400 kr.

Aukagjald fyrir einbýli  131.500 kr.

 
Innifalið

 • Gisting í 4 nætur á hótelinu Wyndham Boston Beacon Hill.
 • Réttur á skráningu í Boston maraþonið. Bændaferðum er skylt að selja hlaupaskráninguna sem hluta af ferðapakka.
 • Íslenskur hópstjóri.
 • Undirbúningsfundur með reyndum hlaupara.

Ekki innifalið

 • Þátttökugjald í Boston maraþonið.
 • Morgunmatur á hóteli.
 • Flug til og frá Boston.
 • Forfalla- og ferðatryggingar.
 • Skoðunarferð á rásmark og um hlaupaleiðina.
 • Máltíðir þar með talið kvöldverður að loknu maraþoni.

Þátttökugjald í hlaupið

 
Þátttökugjald í Boston maraþonið 106.400 kr.

Með bókun í ferðina öðlast farþegar rétt á öruggri skráningu í Boston maraþonið (athugið að skráningin í hlaupið er ekki innifalin í pakkanum). Bændaferðum er skylt að selja hlaupaskráninguna sem hluta af ferðapakka.

 
Innifalið í þátttökugjaldinu

 • Hlaupanúmer í Boston maraþonið, óháð tímatakmörkunum.
 • Tímaflaga.
 • Aðgangur að glæsilegri hlaupasýningu (Expo).
 • Langermabolur.
 • Pastaveisla kvöldið fyrir hlaup.
 • Rútuferð að rásmarki maraþonsins.
 • Verðlaunapeningur í endamarkinu.

Rútuferð að rásmarki og um hlaupaleiðina

Verð 4.900 kr.

Skemmtileg skoðunarferð um hlaupaleiðina hvort heldur fyrir þátttakanda eða ferðafélaga þar sem fræðst er um þessa einstöku hlaupaleið og sögu hlaupsins. Skoðunarferðin tekur um þrjá tíma og er á ensku. Skoðunarferðin er ekki innifalin í ferðinni og þarf að bóka fyrirfram hjá Bændaferðum. 

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

18. apríl | Komudagur

Innritun á Wyndham Boston Beacon Hill.

19. apríl | Hlaupasýning

Þennan dag gildir að setja ekki þreytu í fæturnar en það þýðir þó ekki að hlaupari eigi að eyða deginum með fætur upp í loft inni á hótelherbergi. Mörgum finnst gott að taka létt skokk degi fyrir maraþon með smá hraðabreytingum á maraþonhraða til að mýkja fætur og róa taugarnar, nóg til að vöðvaminnið hrökkvi í gang. Áhugasamir geta farið með hópstjóra ferðarinnar í lauflétt skokk árla morguns meðfram Charles River.
 
Skipulögð hópferð verður farin á hlaupasýninguna til að sækja keppnisgögnin en þar er jafnframt hægt að kaupa ýmsan varning. Seinnipart dags verður hópstjóri ferðarinnar með spjallfund um daginn stóra og er fundurinn jafnframt kjörinn vettvangur til að hitta aðra hlaupara, fá ráð og gefa ráð.
 
Þennan dag gefst tækifæri til þess að fara í skemmtilega skoðunarferð um hlaupaleiðina, fræðast um leiðina og sögu hlaupsins. Skoðunarferðin tekur um þrjá tíma og er á ensku. Skoðunarferðin er ekki innifalin í ferðinni og þarf að bóka fyrirfram hjá Bændaferðum.
 
Pasta partý á vegum Boston maraþonsins er frá kl. 16-20 í City Hall og er viðburðurinn innifalinn í þátttökunúmerinu. Sækja þarf miðann rafrænt og hægt er að kaupa inngöngumiða fyrir vini og ættingja á vefsíðu maraþonsins.

20. apríl | Boston maraþonið

Maraþonið
Hópstjóri Bændaferða fylgir þeim sem vilja tímanlega að Charles Street þar sem rútur á vegum hlaupahaldara fara með þátttakendur til Hopkinton þar sem maraþonið hefst. Á leiðinni til Boston fara hlauparar í gegnum nokkra bæi eftir mishæðóttum vegum, m.a. hina sögufrægu brekku Heartbreak Hill. Stemningin stigmagnast þegar hlauparar nálgast Boston og það er ótrúleg upplifun að hlaupa lokasprettinn í endamarkið. Öll umgjörð hlaupsins er til fyrirmyndar og skipulagning eins og best er á kosið. Gnægt er af drykkjarstöðvum á mílu fresti og gel á nokkrum stöðum.

Á vefsíðu maraþonsins www.baa.org/ er að finna allar upplýsingar um hlaupið sjálft og ýmislegt sem gott er að hafa í huga við undirbúninginn. 

Stuðningsmenn - áhorfendur
Það er gaman að fylgjast með hlaupurunum og er flestum hlaupurum mikil hvatning að heyra nafn sitt kallað. Hópstjóri Bændaferða verður á hlaupabrautinni til þess að hvetja til dáða og eru allir stuðningsmenn á vegum Bændaferða velkomnir að slást í för með honum.

Að loknu maraþoni – sigri fagnað
Að loknu maraþoni er upplagt að hitta aðra íslenska hlaupara á einum af fjölmörgum börum borgarinnar og fagna áður en haldið er til baka á hótelið. Hópstjóri Bændaferða verður á marksvæðinu og tekur á móti hlaupurum í marki eftir því sem hægt er. Um kvöldið er gaman að fagna saman og fara yfir afrek dagsins í hópi hlaupara og stuðningsmanna. Hópstjóri Bændaferða á bókað borð á góðum veitingastað um kvöldið sem býður upp á ljúffengar steikur og eru allir ferðafélagar Bændaferða velkomnir með. Þeir sem vilja geta jafnframt farið í eftir partý Boston maraþonsins sem fer fram á milli 18:30 – 22:00 í Fenway Park.

Opna allt

Boston, höfuðborg Massachusetts

Boston, höfuðborg Massachusetts fylkis, er afskaplega falleg borg sem býr yfir miklum evrópskum áhrifum á sviði byggingarlistar og menningar sem vert er að kynna sér nánar. Upplagt er að hjóla um borgina undir leiðsögn, kynnast borginni hlaupandi eða með almenningssamgöngum eða fara í skoðunarferðir þar sem saga og mannlíf borgarinnar er rakin á skemmtilegan og áhugaverðan hátt. Einnig er hægt að kíkja í verslanir á Newbury Street, skoða fornminjar á Charles Street í nágrenni Beacon Hill eða setjast á eitthvert fjölmargra kaffi- eða veitingahúsa borgarinnar. Ef fólk er í verslunarhugleiðingum er hægt að ferðast örlítið út fyrir borgarmörkin, kíkja í Outlet Mall og gera góð kaup. Boston hefur svo sannarlega upp á margt að bjóða.

Inga Dís Karlsdóttir hópstjóri

Boston maraþonferð Bændaferða er án fararstjóra en hópstjóri ferðarinnar er Inga Dís Karlsdóttir. Hópstjóri ber ábyrgð á því sem snýr að þeirri þjónustu sem er innifalin í ferðapakka Bændaferða, þ.e. það sem snýr að maraþoninu og hótelinu. Inga Dís mun fylgja þeim sem vilja á rásmark og á maraþonsýninguna. Hún er enn fremur ávallt til í samræður um hlaup. Inga Dís hefur verið á hlaupum í tíu ár og hefur tekið þátt í fjölmörgum hlaupum hér á landi og erlendis. Hún er jafnframt virkur þátttakandi í hlaupasamfélaginu á Íslandi og hefur starfað hjá Bændaferðum frá því sumarið 2018.

Myndir úr ferðinni

Hótel

Wyndham Boston Beacon Hill

Gist verður á 4* Wyndham Boston Beacon Hill sem er staðsett í grennd við Quincy Market, Faneuil Hall og City Hall í hjarta Boston við Beacon Hill. Beacon Hill er eitt elsta hverfi Boston með sínar koparsteins lögðu götur. Stutt frá hótelinu er Charles Rivers en þar er kjörið að hlaupa létt morgunskokk. 

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00

 

Tengdar ferðir