17. - 24. febrúar 2024 (8 dagar)
Vetrarlandslagið í bænum Ramsau við Dachstein er einstaklega fallegt. Bærinn liggur á Ramsauer hásléttunni í 1000 –1300 m hæð og tignarlegir hvítir alpatindar gnæfa yfir til suðurs. Svæðið, sem er snjóöruggt og sólríkt, er með betri skíðagöngusvæðum Alpanna. Skíðagöngubrautirnar teygja sig yfir þrjú mismunandi hæðarsvæði og því er svo sannarlega hægt að finna brautir við allra hæfi. Gist verður 7 nætur á ekta austurrísku 4* alpahóteli sem býr yfir glæsilegri heilsulind. Skíðagöngubrautir liggja beint við hótelið og stutt er í verslanir og aðra þjónustu. Í þessari ferð fer saman útivist, hreyfing, góður matur og skemmtilegur félagsskapur í sannkölluðu ævintýralandslagi. Flogið er með Icelandair til Salzburg og ekið sem leið liggur til Ramsau en þangað eru um 90 km.
Í þessari ferð er skipulögð skíðagöngukennsla og því hentar hún bæði byrjendum sem lengra komnum.
Fararstjórn: Kjartan Long
Skíðakennsla: Elsa Guðrún Jónasdóttir & Kristján Hauksson