Hjólað í Póllandi

Í þessari ferð verður hjólað um einstaklega spennandi borgir og landsvæði í Póllandi.

Flogið er til Varsjá og þar gist í 3 nætur. Við byrjum á að skoða þessa sögufrægu borg, kíkjum á iðandi mannlíf á torgunum Plac Zbawiciela og Plac Konstytucji, og dáumst að útsýni yfir borgina frá Ujazdowski kastala. Umhverfi stórborgarinnar er ekki síður spennandi og við förum í eftirlætisgarð heimamanna, Powsingarðinn. Hjólum hjá glæsilegum byggingum heilsuhælisins Konstancin og heimsækjum borgina Karczew þar sem fyrr á öldum bjuggu þúsundir Gyðinga. Pólland var hart leikið í síðari heimstyrjöldinni og margir hryllilegir atburðir áttu sér stað, t.a.m. í Auschwitz sem við munum skoða á leiðinni til Kraká. Í hjólaferð um borgina skoðum við St. Mary kirkjuna, förum í Planty garðinn, dáumst að Barbicanvirkinu og St. Florians hliðinu. Hjólum um gyðingahverfið í Kazimierez og sjáum verksmiðju Schindler. Í ferð utan borgarinnar skoðum við m.a. hinn rómaða kastala Pieskowa Skala, hjólum í Ojcowski þjóðgarðinum og njótum náttúrunnar við Pradnikána.  Þessari mögnuðu hjólaferð lýkur svo í Varsjá þaðan sem flogið verður heim.

Verð á mann í tvíbýli 209.500 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 40.700 kr.


Innifalið

 • 8 daga ferð.
 • Flug með WOW AIR og flugvallaskattar.
 • Ferðir til og frá flugvelli í Varsjá.
 • Gisting í tveggja manna herbergi með baði á 3* og 4* hótelum.
 • Morgunverðarhlaðborð.
 • 3 kvöldverðir og 4 hádegisverðir.
 • Hjól í Varsjá og Kraká.
 • Hjólaprógramm í 5 daga.
 • Flutningur á fólki og hjólum samkvæmt hjólaprógrammi.
 • Innlend staðarleiðsögn í hjólaferðum.
 • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

 • Leiga á rafhjóli € 50 per dag.
 • Oscar Schindler safnið ca. € 6.
 • Auschwitz og Birkenau ca. € 38.
 • Hádegisverður og aðgangur í saltnámurnar ca. € 65.
 • Aðgangseyrir inn á söfn, í hallir og kirkjur.
 • Þjórfé.

Undirbúningur

Hjólaferð er fyrir alla þá sem haldið geta jafnvægi á hjóli. Gott að hafa vanið sig við að sitja nokkra klukkutíma á hnakknum áður en lagt er í ferð eins og þessa. Ráðlegt væri að festa kaup á gelhnakk eða hjólabuxum með rasspúðum. Farastjóri mun boða þátttakendur í eina stutta eða fleiri hjólferðir hér heima áður en haldið verður erlendis. Farþegar þurfa að koma með eigin hjálm og hjólafatnað.

Kort af ferðinni

Ferðalýsing

Prenta ferðalýsingu

8. júní | Flug til Varsjá

Flogið verður með WOWair til Varsjá. Brottför frá Keflavík kl. 14:55, en mæting í Leifsstöð í síðasta lagi 2 klst. fyrir brottför. Lending í Varsjá kl. 20:55 að staðartíma. Farið beint á hótel í miðbæ Varsjá þar sem gist verður 3 nætur. 

9. júní | Hjólað í Varsjá

Innlendi Staðarleiðsögumaður mætir á hótelið með hjólin að loknum morgunverði og við byrjum á að kanna alla helstu staði Varsjár. Á stjórnarskrártorginu, Plac Konstytucji skoðum við byggingastíl, högg- og veggmyndir sem skírskota til tíma kommúnisma og vægi verkamannsins. Síðan er litið á iðandi mannlíf á kaffi- og veitingahúsum torgsins Plac Zbawiciela. Á hæðinni aftan við Ujazdowski kastala er fögur sýn yfir ána Wisla og fallega skrúðgarða. Við hjólum nú eftir hjólastíg frá Lazienki almenningsgarðinum niður á Royal Route breiðstræti sem er nafntogað fyrir merkar byggingar og sendiráð. Í gamla miðbænum fræðumst við um eyðileggingu Seinni heimstyrjaldarinnar og hreint ótrúlega enduruppbyggingu, sem kom hverfinu á heimsminjaskrá UNESCO.

Við snæðum hádegismat á einu veitingahúsanna og höldum því næst áfram um nýja hverfið þar sem við skoðum minnisvarða, Krasinskihöllina, gröf óþekkta hermannsins og gamla Gyðingahverfið. Við endum þessa dagsferð á að sjá gjöf Stalíns til endurreisnar Varsjár, Menningar- og vísindasafnið. Dagsferðinni líkur á hótelinu, en kvöldverður er á eigin vegum.

 • Vegalengd: ca. 32 km
 • Erfiðleikastig: Létt, hjólað á flatlendi og mörg stopp.

10. júní | Umhverfi Varsjá á hjóli

Við hefjum daginn á stuttri rútuferð. Hjólaferðin hefst í úthverfi borgarinnar en smám saman fækkar húsum og farið verður um skóga og akra. Brátt er komið á eftirlætisstað heimamanna, Powsin garði. Hér er góð aðstaða fyrir lautarferðir og grillveislur og svo eru krár, íþróttavellir, skrúðgarðar og útisundlaug. Við hjólum um garðinn og áfram að heilsuhælinu Konstancin, sem er glæsileg bygging. Heilsuhælið hefur löngum notið mikilla vinsælda hjá efri stéttum íbúa Varsjár enda eru byggingar og umhverfið allt einstaklega hrífandi. Hér verður snæddur miðdagsmatur en svo er áfram hjólað um heillandi landslag uns komið er að ferjustað við ána Wisla. Handan árinnar er borgin Karczew.

Kyrrlátur skógarstígur leiðir okkur að borginni Otwock sem áður var vinsæll sumardvalarstaður. Fleira kemur á óvart á þessari leið t.a.m. spilavíti millistríðsáranna, einstaklega fallegt yfirgefið elliheimili úr timbri, vitni um glæsta tíma fyrri alda. Við ljúkum þessum degi með hressingu í notalegu andrúmslofti endurbyggðar lestarstöðvar. Hjólin skilin hér eftir og rúta flytur hópinn á hótel. Kvöldmatur á eigin vegum sem fyrr.

 • Vegalengd: ca. 50 km
 • Erfiðleikastig: Létt, hjólað á flatlendi og nokkur löng stopp.
Opna allt

11. júní | Varsjá – Auschwitz – Kraká

Að loknum morgunverði kveðjum við Varsjá og stefnum í suður. Áð verður á hér og þar á leiðinni og snæddur hádegismatur. Síðdegis gefst tækifæri til að heimsækja Auschwitz útrýmingabúðir nasista í Seinni heimstyrjöldinni. Borgin Pszczyna er nærri og heimsókn þangað er annar valkostur fyrir þá sem kjósa það heldur. Þar er merkileg höll glæsilegum garði sem vert er að skoða. Rétt hjá er svo mikið torg og þar segja heimamenn að fáist besti ís í Póllandi. Þegar þessum heimsóknum lýkur er ekið áfram á hótel í Kraká. Kvöldmatur á hóteli innifalinn.

12. júní | Hjólað í Kraká

í dag skoðum við borgina Kraká á hjólunum. Á markaðstorginu fræðumst við um St. Mary´s kirkjuna, skoðum svo elstu verslunarmiðstöð í heimi, Cloth Hall, turnin á ráðhúsinu og nærliggjandi götur. Hjólum í Planty sem er stærsti almenningsgarðurinn í Kraká, dáumst að Barbican virki, St. Florians hliði, Slowackis leikhúsinu og borgarveggjunum. Leið okkar liggur að Wawel kastala, makalausri byggingu frá 16.öld. Heyrum söguna af drekanum sem býr í kjallaranum, virkinu og ýmsar pólskar þjóðsögur. Þaðan farið inn í gamla gyðingahverfið í Kazimierez.

Eftir hádegið fræðumst við meir um Seinni heimstyrjöldina á leið okkar til Podgorze þar sem minnisvarðinn ,,80 auðir stólar" minnir á hörmungarnar í Gyðingahverfinu, heyrum um ,,lyfjaverslunina undir fálkanum" og finnum verksmiðju Schindler sem fræg kvikmynd var gerð um. Förum upp á Krakáhæðina hvaðan útsýnið yfir borgina er frábært. Á bakaleiðinni heimsækjum við gamalt austurískt virki og sjáum einstaklega fallega kirkju. Endum góðan dag á hótelinu. Kvöldmatur á eigin vegum.

 • Vegalengd: ca. 34 km
 • Erfiðleikastig: Létt, hjólað á flatlendi og mörg stopp.

13. júní | Krzeszowice – Ojcowski þjóðgarður – Kraká

Rúta flytur hópinn til smábæjarins Krzeszowice þar sem hjólin bíða. Í dag er að mestu hjólað í náttúrunni um snotur lítil þorp, engi og akra. Einstaklega vel viðhaldin timburhús verða stöðugt á vegi okkar, engu líkara en við séum á tímaferðalagi aftur í aldir. En nútíminn vekur okkur þegar við komum að fiskeldi á einum stað. Þar snæðum við sérstaklega grillaðan silung, mikinn herramannsmat. Hlaðin orku eftir máltíðina hjólum við áfram, heimsækjum leðurblöðkur í helli sínum, og skoðum einhvern fallegasta kastala Póllands í Pieskowa Skala.

Næst verður á vegi okkar Ojcowski þjóðgarðurinn með sína frægu kirkju á vatninu og heillandi kastala. Dveljum um stund í bænum Ojcow áður en við snúum aftur til Kraká. Leiðin til baka liggur meðfram Pradnikáinni, hjá  snotrum smáþorpum og grænum hæðum. Þegar komið er til baka á hótel er enn tími aflögu til að skoða sig um í borginni, finna síðan veitingastað og borða kvöldmat.

 • Vegalengd: ca. 54 km
 • Erfiðleikastig: Meðalerfitt, vægar brekkur og nokkur lengri stopp.

14. júní | Stronie – Lanckorona – Kalwaria Zebrzydowska – Tyniec - Kraká

Við hefjum hjólaferðina í þorpinu Stronie og hjólum þaðan til annars þorps, Lanckorona sem er frægt fyrir hugguleg timburhús og markaðstorg. Haldið er áfram til Kalwaria Zebrzydowska sem er landsþekkt fyrir húsgagnaframleiðslu. Hér er hverfi sem kallast  ,,Pólska Jerúsalem" en þar finnast 42 litlar, fallegar kapellur á hæð sem er þakin ávaxtatrjám.  Við hjólum góðan spöl meðfram ánni Wisla og sjáum síki og tjarnir, heimili ýmissa fuglategunda. Fyrr en varir erum við komin til Tyniec og þar á miklum kletti við ána er aldagamalt munkaklaustur. Þar framleiða munkarnir hunang, sultur, reykja kjöt og laga vín.

Að loknum hádegisverði hjólum við svo áfram eftir fallegum stíg, meðfram ánni og um lítil þorp. Við komum við að Zakrozowekvatni en það er í gamalli námu. Þetta er ótrúlega tært vatn og svo vel falið þarna í náttúrunni að sumir segja að það sé goðsögnin ein. Útsýnið er makalaust og fjallahringurinn tignarlegur í fjarska. Endum frábæran dag í Kraká. Kvöldmatur á eigin vegum.

 • Vegalengd: ca. 53 km
 • Erfiðleikastig: Meðalerfitt, vægar brekkur og nokkur lengri stopp.

15. júní | Kraká – Varsjá - Heimferð

Frjáls tími fram yfir hádegi en síðan farið með rútu til Varsjá og á flugvöllinn. Flogið verður heim kl. 21:55 og lending á Íslandi áætluð kl. 00:30 að staðartíma.

Myndir úr ferðinni

Fararstjórn

Bjarni Torfi Álfþórsson

Bjarni Torfi Álfþórsson er fæddur 1960, menntaður lögreglumaður, grunnskólakennari og kerfisfræðingur. Hann starfaði í átta ár í umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík, þrjú ár sem grunnskólakennari og í 11 ár í hugbúnaðargeiranum. Frá árinu 2011 hefur Bjarni verið framkvæmdastjóri Specialisterne á Íslandi.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 09:30-16:00