Vesen á Grænlandi

Í þessari einstöku gönguferð kynnumst við stórbrotinni náttúru Grænlands, íbúum þess og menningu að fornu og nýju. Suður-Grænland býður upp á undurfagurt og ósnortið landslag, jökulheima, heiðalönd, firði og fjörur. Miklir skriðjöklar ganga út úr Grænlandsjökli fram í sjó og munum við sigla um Qalerallit fjörð á milli tignarlegra ísjakanna. Það er mikilfenglegt þegar bæði eyru og augu verða vitni að því þegar bláir ísjakar brotna af jöklinum og steypast niður í sjó með braki og brestum. Við munum kynnast bænum Narsaq vel og hvernig menning Grænlendinga hefur þróast frá fornu fari til vorra daga. Þá munum við dvelja á Görðum og skoða minjar gamla biskupssetursins. Frá Görðum verður gengið upp á Narsaarsup Qaava hásléttuna, þaðan sem óviðjafnanlegt útsýni fæst yfir Qooroq fjörðinn sem liggur að Eiríksfirði. Jafnframt skoðum við Bröttuhlíð við Eiríksfjörð, þar sem þau Eiríkur rauði, Þjóðhildur kona hans, Leifur heppni og fleiri afkomendur þeirra hjóna bjuggu. Við fléttum sögu, menningu og náttúru saman við gönguferðir til að tengjast betur mögnuðu landslagi Grænlands.

Ferðin er skipulögð í samvinnu við gönguklúbbinn Vesen og vergang og er opin öllum áhugasömum. 

Verð á mann 258.400 kr. í tvíbýli 4 nætur á gistiheimili.

Aukagjald fyrir einbýli 14.200 kr.

Verð á mann 286.600 kr. í tvíbýli 1 nótt á gistiheimili og 3 nætur á hóteli.

Aukagjald fyrir einbýli 31.000 kr.

Innifalið

 • 5 daga ferð.
 • Flug með Air Iceland Connect og flugvallarskattar.
 • Gisting skv. ferðalýsingu.
 • Ferðir til og frá flugvelli.
 • Nestispakki og kvöldverður fyrsta daginn í Tasuisaq.
 • Allar skoðunarferðir samkvæmt ferðalýsingu.
 • Bátsferðir samkvæmt ferðalýsingu.
 • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

 • Hádegisverðir aðrir en fyrsta daginn.
 • Kvöldverðir aðrir en fyrsta daginn.
 • Þjórfé.

Undirbúningur

Mikilvægt er að þátttakendur séu í ágætis gönguformi en besti undirbúningurinn er að ganga reglulega á fjöll. Fyrir þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu er gott að fara upp að Steini í Esjunni a.m.k. þrisvar til fjórum sinnum fyrir ferðina. Ágætis viðmið er að geta gengið upp að Steini Esjunnar á innan við 2 klst. og líða vel eftir gönguna. Þeir sem búa fjær velja sér sitt staðarfjall til að ganga á og sameina þar með undirbúning og útiveru. Því fylgir mikil ánægja að æfa fyrir gönguferð af þessu tagi og farþegar njóta sjálfrar ferðarinnar miklu betur ef þeir æfa og undirbúa sig vel fyrir ferðina. 

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

16. júní | Flug til Narsarsuaq og Brattahlíð

Brottför frá Reykjavíkurflugvelli kl. 11:25. Mæting út á flugvöll um 90 mínútum fyrir brottför. Lending í Narsarsuaq kl. 11:45. Við höldum í stutta siglingu yfir til Quassiarsuk, sem áður hét Brattahlíð. Þetta er landnám Eiríks rauða og þarna má finna ótal mannvistarleifar sem vert er að skoða m.a. rústir af bæ Eiríks rauða. Það er gaman til þess að hugsa að sauðfjárbændur í héraðinu heyja í dag á sama svæði og menn Eiríks gerðu fyrir meira en þúsund árum. Farangrinum er skutlað til bæjarins Tasuisaq og við göngum um gamla stíga og kindaslóðir og sjáum brátt í Ísafjörð (Sermilik) þar sem gríðarlegur fjöldi ísjaka setur svip sinn á umhverfið. Við gistum í heimagistingu þar sem Aviâja og Klaus eru með nokkur hundruð fjár og reka gistiþjónustu á sumrin. Þau bjóða upp á kvöldmat og eftir mat er tilvalið að fara í kvöldgöngu út með ströndinni að rústum eftir norræna búsetu.

 • Vegalengd: ca. 7 km
 • Hækkun: ca. 250 m

17. júní | Sillisit & Narsaq

Eftir morgunverð komum við farangri í skutl og göngum af stað með dagpokana, fyrst eftir gömlum slóða til nágrannabýlisins Nunataq og þaðan yfir holt og hæðir til annars býlis Sillisit. Á leiðinni sjáum við sýnishorn af því hvernig jöklar hafa mótað hart bergið og birki, fjalldrapi, lyng og annar gróður nær að þrífast þrátt fyrir takmarkaðan jarðveg og undirlendi. Þetta er gott tækifæri til að átta sig á þeim aðstæðum sem norrænir landnemar bjuggu við fyrir þúsund árum og hvað náttúran sneið þeim þröngan stakk miðað við aðbúnað á Íslandi og í Noregi. Bátarnir taka okkur upp við Sillisit og við siglum í klukkutíma til bæjarins Narsaq þar sem við gistum næstu tvær nætur. Narsaq er næst fjölmennasti bær Suður-Grænlands með 1500 íbúa. Þar er fjöldi litríkra húsa undir bæjarfjallinu Qaqqarsuaq og aðeins fjær er Kvanefjeld sem hefur verið lýst sem einu dýrasta fjalli í heimi vegna möguleika í námuvinnslu.

 • Vegalengd: ca. 17 km
 • Hækkun ca. 400 m.

18. júní | Qalerallit & Qajaq

Eftir morgunverð höldum við í siglingu til Qalerallit fjarðar þar sem við förum í land við skriðjökul og göngum að jökulbrúninni á einum af skriðjöklunum og skoðum hann í nærmynd. Þegar farið er aftur um borð í bátinn siglum við í námunda við einn skriðjökulinn og skoðum í návígi þar sem hann skríður fram í sjó. Eftir að komið er aftur til Narsaq heimsækjum við byggðasafnið í Narsaq og fræðumst um sögu svæðisins. Eftir það er bruggverksmiðjan Qajaq heimsótt en þar er bruggaður bjór úr allt að 4000 ára gömlu leysingarvatni úr nálægum jöklum.

Opna allt

19. júní | Igaliku (Garðar)

Eftir góðan morgunverð er farangri pakkað og við siglum til Igaliku (Garða) sem er eitt fallegasta þorp Grænlands. Við siglum til Itelleq, setjum farangur í skutl og göngum til Igaliku eftir svonefndum Kóngsvegi. Þar sem hann er hæstur er fallegt útsýni yfir þorpið. Í Igaliku var aðalkirkjustaður og biskupssetur Grænlendinga til forna. Nú eru hér skóli, kirkja og verslun en glöggt má sjá að íbúar stunda sauðfjárrækt. Húsin eru máluð í margvíslegum litum, fagurgrænt undirlendi er milli þorps og fjöru og síðan tekur fagurblár sjórinn við. Handan fjarðarins gnæfir fjallið Illerfissalik með hvítum kolli. Tekin verður ganga á Narsaarsup Qaava hásléttuna, þaðan sem óviðjafnanlegt útsýni fæst yfir Qooroq fjörðinn sem liggur að Eiríksfirði.
Vegalengd: 13 km + 5 km (fyrri og seinni ganga)
Hækkun: 150 m + 300 m (fyrri og seinni ganga)

20. júní | Heimferð

Eftir góðan morgunverð í Igaliku hlöðum við bíl með farangri og göngum yfir til Itelleq. Svo er siglt yfir til Narsarsuaq og við höldum á flugvöllinn, þaðan sem flogið verður heim kl. 12:20. Lent á Reykjavíkurflugvelli kl. 16:45 að íslenskum tíma.

 • Vegalengd: 5 km
 • Hækkun: 150 m

Myndir úr ferðinni

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Ulla Schjørring

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Ulla Schjørring

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Ulla Schjørring

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Ulla Schjørring

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Ulla Schjørring

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Ulla Schjørring

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Ulla Schjørring

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Ulla Schjørring

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Ulla Schjørring

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Ulla Schjørring

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Ulla Schjørring

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Ulla Schjørring

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Ulla Schjørring

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Ulla Schjørring

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Ulla Schjørring

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Ulla Schjørring

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Ulla Schjørring

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Ulla Schjørring

Mynd úr ferðinni Vesen á Grænlandi 2019

Mynd úr ferðinni Vesen á Grænlandi 2019

Mynd úr ferðinni Vesen á Grænlandi 2019

Mynd úr ferðinni Vesen á Grænlandi 2019

Mynd úr ferðinni Vesen á Grænlandi 2019

Mynd úr ferðinni Vesen á Grænlandi 2019

Mynd úr ferðinni Vesen á Grænlandi 2019

Mynd úr ferðinni Vesen á Grænlandi 2019

Mynd úr ferðinni Vesen á Grænlandi 2019

Mynd úr ferðinni Vesen á Grænlandi 2019

Mynd úr ferðinni Vesen á Grænlandi 2019

Mynd úr ferðinni Vesen á Grænlandi 2019

Mynd úr ferðinni Vesen á Grænlandi 2019

Mynd úr ferðinni Vesen á Grænlandi 2019

Mynd úr ferðinni Vesen á Grænlandi 2019

Mynd úr ferðinni Vesen á Grænlandi 2019

Mynd úr ferðinni Vesen á Grænlandi 2019

Mynd úr ferðinni Vesen á Grænlandi 2019

Mynd úr ferðinni Vesen á Grænlandi 2019

Mynd úr ferðinni Vesen á Grænlandi 2019

Mynd úr ferðinni Vesen á Grænlandi 2019

Mynd úr ferðinni Vesen á Grænlandi 2019

Mynd úr ferðinni Vesen á Grænlandi 2019

Mynd úr ferðinni Vesen á Grænlandi 2019

Mynd úr ferðinni Vesen á Grænlandi 2019

Mynd úr ferðinni Vesen á Grænlandi 2019

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Ulla Schjørring
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Ulla Schjørring
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Ulla Schjørring
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Ulla Schjørring
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Ulla Schjørring
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Ulla Schjørring
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Ulla Schjørring
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Ulla Schjørring
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Ulla Schjørring
Mynd úr ferðinni Vesen á Grænlandi 2019
Mynd úr ferðinni Vesen á Grænlandi 2019
Mynd úr ferðinni Vesen á Grænlandi 2019
Mynd úr ferðinni Vesen á Grænlandi 2019
Mynd úr ferðinni Vesen á Grænlandi 2019
Mynd úr ferðinni Vesen á Grænlandi 2019
Mynd úr ferðinni Vesen á Grænlandi 2019
Mynd úr ferðinni Vesen á Grænlandi 2019
Mynd úr ferðinni Vesen á Grænlandi 2019
Mynd úr ferðinni Vesen á Grænlandi 2019
Mynd úr ferðinni Vesen á Grænlandi 2019
Mynd úr ferðinni Vesen á Grænlandi 2019
Mynd úr ferðinni Vesen á Grænlandi 2019

Fararstjórn

Einar Skúlason

Einar Skúlason er fæddur í Kaupmannahöfn 1971. Hann er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá HÍ og MBA gráðu frá Háskólanum í Edinborg.

Hann hefur unnið við markaðsstörf á nokkrum stöðum, var framkvæmdastjóri Alþjóðahússins og kynningarstjóri Fréttablaðsins en hefur síðustu ár starfrækt gönguklúbbinn Vesen og vergang og gönguappið Wapp-Walking app. Í tengslum við gönguklúbbinn hefur Einar verið leiðsögumaður og fararstjóri í hundruðum ferða innanlands og erlendis.

Einar skrifaði jafnframt tvær bækur um gönguleiðir í nágrenni Reykjavíkur.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00

 

Tengdar ferðir