28. júní - 5. júlí 2023 (8 dagar)
Gönguleiðin um Gran Paradiso þjóðgarðinn á Ítalíu býður upp á stórkostlegt útsýni yfir ósnortna snæviþakta tinda. Flogið er til Genfar og þaðan ekið til fjallabæjarins Chamonix, einstakrar paradísar útivistarfólks, þar sem hið tilkomumikla Mont Blanc gnæfir yfir. Farið verður í skipulagðar gönguferðir með fjallaleiðsögumanni og íslenska fararstjóranum. Á göngunni munum við uppgötva fallega lerkiskóga og Alpaengi auk túrkislitaðra fjallavatna. Á svæðinu er mikið dýralíf en samkvæmt nýjustu talningu búa hér um 6000 gemsur og 4500 fjallageitur en þær síðarnefndu eru einmitt táknmynd þjóðgarðsins. Sérhver dagleið er nýtt ævintýri og í þessari ferð er gengið upp fјallshlíðar, í dölum og um fјölmörg skörð. Í Baronney dal bíður okkar sannkallað póstkorta útsýni og á Polis jöklunum göngum við undir tignarlegum tindi Gran Paradiso. Njóttu góðs af þekkingu reyndra fjallaleiðsögumanna og upplifðu spennandi fjallaáskorun í hjarta Gran Paradiso þjóðgarðsins.