Gengið í Gran Paradiso

Gönguleiðin um Gran Paradiso þjóðgarðinn á Ítalíu býður upp á stórkostlegt útsýni yfir ósnortna snæviþakta tinda. Flogið er til Genfar og þaðan ekið til fjallabæjarins Chamonix, einstakrar paradísar útivistarfólks, þar sem hið tilkomumikla Mont Blanc gnæfir yfir. Farið verður í skipulagðar gönguferðir með fjallaleiðsögumanni og íslenska fararstjóranum. Á göngunni munum við uppgötva fallega lerkiskóga og Alpaengi auk túrkislitaðra fjallavatna. Á svæðinu er mikið dýralíf en samkvæmt nýjustu talningu búa hér um 6000 gemsur og 4500 fjallageitur en þær síðarnefndu eru einmitt táknmynd þjóðgarðsins. Sérhver dagleið er nýtt ævintýri og í þessari ferð er gengið upp fјallshlíðar, í dölum og um fјölmörg skörð. Í Baronney dal bíður okkar sannkallað póstkorta útsýni og á Polis jöklunum göngum við undir tignarlegum tindi Gran Paradiso. Njóttu góðs af þekkingu reyndra fjallaleiðsögumanna og upplifðu spennandi fjallaáskorun í hjarta Gran Paradiso þjóðgarðsins.

Verð á mann 479.800 kr.


Innifalið

 • 8 daga ferð.
 • Flug með Icelandair og flugvallarskattar.
 • Ferðir á milli flugvallarins í Genf og hótels í Chamonix.
 • Gisting í sjö nætur á fjallahótelum eða -skálum. 
 • Morgun- og kvöldverður alla daga.
 • Göngudagskrá.
 • Leiðsögn staðarleiðsögumanns í gönguferðum.
 • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

 • Aðgangseyrir inn í söfn, hallir og kirkjur.
 • Kláfar eða stólalyftur upp á fjöll.
 • Hádegisverðir.
 • Þjórfé.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

Erfiðleikastig

Þetta er frábær ferð fyrir vant göngufólk. Gangan í Gran Paradiso þjóðgarðinum er erfið og heimamenn flokka hana í erfiðleikastig 4 af 5. Daglega verður gengið í um 6-8 klst. og má sjá áætlaða hækkun og lækkun við hvern dag. Almennt verður gengið á góðum stígum en stundum verður gengið utan slóða. Farangursflutningur er í boði alla gönguna nema á fimmta degi þegar ekki er hægt að aka á gististaðinn. Leiðirnar gætu breyst hvenær sem er eftir veðri, getu þátttakenda og öðrum aðstæðum.

Undirbúningur

Mikilvægt er að þátttakendur séu í góðu gönguformi en besti undirbúningurinn er að ganga reglulega á fjöll. Þessi ferð er töluvert erfiðari en aðrar gönguferðir Bændaferða og því mikilvægt að undirbúa sig vel fyrir ferðina. Því fylgir mikil ánægja að æfa fyrir gönguferð af þessu tagi og þátttakendur njóta sjálfrar ferðarinnar miklu betur ef þeir æfa og undirbúa sig vel fyrir ferðina. Einnig er nauðsynlegt að hafa reynslu af nokkurra daga fjallgönguferðum.

28. júní | Flug til Genf & ekið til Chamonix

Brottför frá Keflavík kl. 7:20 en mæting í Leifsstöð u.þ.b. 2,5 klst fyrir brottför. Lending í Genf kl. 13:00 að staðartíma. Frá flugvellinum í Genf eru um 100 km til Chamonix svo gera má ráð fyrir að rútuferðin þangað taki um 1,5 klst, þar sem ekið er í gegnum svissnesku og frönsku Alpana. Chamonix er ein af þekktustu fjallaborgum heims, staðsett við rætur Mont Blanc en hér voru fyrstu vetrarólympíuleikarnir haldnir árið 1924. Hægt er að kynna sér bæinn áður en við hittum leiðsögumenn okkar um kvöldið og borðum kvöldverð með þeim.

Opna allt

29. júní | Col de Tza Setze – Cogne

Við förum frá Aosta og tökum skíðalyftu upp í 2000 m hæð. Eftir þessa blíðlegu byrjun er hækkunin að Tza Sete skarðinu (2870 m) góð leið til að komast í rétta göngutaktinn. Frá skarðinu er útsýnið stórkostlegt í allar áttir, að tindum Gran Paradiso, Mont Rose og Mont Blanc. Niðurleiðin til Val de Cogne og Gimilan þorpsins er löng og aflíðandi en frá Cogne fáum við far á gististað kvöldsins.

 • Hækkun/lækkun: u.þ.b. 650 m/1000 m

30. júní | Lac de Loie – Vallon de Baronney

Við hefjum göngu dagsins í þorpinu Lillaz (1617 m) í Cogne dalnum þar sem við tökum okkur góðan tíma til að ganga bratta leið upp að Lac de Loie (2354 m). Þegar komið er að vatninu förum við með fram árbakkanum til að komast upp fyrir hinn mikla Baronney dal. Hér bíður okkar sannkallað póstkorta útsýni. Göngum niður í gegnum lerkitrjáalundi inn í dalinn og ökum því næst í um 1 klst. til litla þorpsins Pont þar sem við gistum.

 • Hækkun/lækkun: u.þ.b. 750 m/ 750 m

1. júlí | Les Pravieux - Pont

Um morguninn fáum við far stutta leið til Pravieux (1871 m) og þaðan göngum við í skugga lerkitrjánna að Chabod Refuge (2750 m). Við förum yfir Polis jöklana undir tignarlegum tindi Gran Paradiso rétt við skálann og hefjum því næst niðurferð okkar að Pont þorpinu þar sem við gistum aðra nótt.

 • Hækkun/lækkun: u.þ.b. 900 m/900 m

2. júlí | Pont - Savoia

Í dag verður farið frá Pont og við munum njóta þess að ganga um þetta fallega svæði með Alpagemsunum sem þarna dvelja. Við klífum jafnt og þétt upp að Gran Collet (2832 m). Eftir stutta lækkun til að komast undir skarðið yfirgefum við slóðina, beitilöndin og sauðféð og höldum í áttina að Col du Nivolet og Savoia skálanum. Þennan dag getur trússbíllinn ekki keyrt farangur á gististað.

 • Hækkun/lækkun: u.þ.b. 870 m/300 m

3. júlí | Savoia - Val de Rhêmes

Nú göngum við upp fyrir gististaðinn og komum fljótlega upp í grashlíðar og að fallegum vötnum sem spegla tindana í kring. Við höldum áfram uppgöngu okkar að Col Rosset (3023 m) þar sem við uppgötvum annan dal og nýja tinda, þar á meðal Grande Traversières (3496 m). Á niðurleiðinni göngum við í Val de Rhêmes að Thumel (1900 m) þar sem við gistum í smáþorpinu Bruil.

 • Hækkun/lækkun: u.þ.b. 490 m/1120 m

4. júlí | Vallon de Sort

Förum frá Bruil (1723 m) og klífum fallega, villta dalinn Sort þar til við komum að samnefndum fjallahaga (2448 m). Eftir að hafa farið yfir litla skarðið (2560 m) förum við niður í gegnum Combe d‘Entrelor. Nú erum við komin á Alta Via n°2 göngustíginn en við gengum hluta af honum fyrr í vikunni. Við fáum far síðasta spölinn til Chamonix þar sem bíður okkar kveðjukvöldverður.

 • Hækkun/lækkun: u.þ.b. 840 m/840 m

5. júlí | Heimferð frá Genf

Nú er komið að heimferð eftir góða göngudaga. Eftir morgunverð verður haldið út á flugvöll í Genf og flogið verður heim kl. 14:00. Lending á Íslandi kl. 15:50 að staðartíma.

Gististaðir

Gist verður bæði á litlum fjallahótelum og í skálum. Ekki er tryggt að allsstaðar verði í boði eins eða tveggja manna herbergi, á einhverjum gististöðum eru fjögurra manna herbergi.

Myndir úr ferðinni

Fararstjórn

Steinunn H. Hannesdóttir

Steinunn H. Hannesdóttir er M.Sc íþróttafræðingur frá Háskóla Íslands. Eftir nokkur ár við skólakennslu og fleira tóku við almenningsíþróttir á líkamsræktarstöðvum og þjálfun hlaupahóps á Seltjarnarnesi í mörg ár. Hún hefur starfað við heilsuþjálfun á Reykjalundi síðan 2010. Áherslan og áhuginn er á gönguferðum og útivist, gönguskíðum og almennri hreyfingu. Steinunn hefur verið fararstjóri í skíðagönguferðum Bændaferða síðan 2006 og í útivistarferðum síðan 2012.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00