Gengið í Pýreneafjöllunum

Í þessari spennandi gönguferð verður farið um fjölbreytt svæði spænskra þjóðgarða Pýreneafjallanna. Stórbrotið og fjölbreytt landslag fangar augað hvert sem litið er, allt frá granítklettum yfir í sægræn vötn, djúpa dali og breiður af háfjallablómum. Gróðurfarið er einstakt, þarna má t.d. finna lyngrósir og írisar og inn á milli sjáum við svo kunnugleg blóm á borð við blóðberg. Við göngum á milli lítilla þorpa sem liggja í bröttum fjallskörðunum og eftir gömlum þjóðleiðum. Við skoðum hinn fagra Vall del Riu, einn af elstu dölum Andorra, og þjóðgarðinn Sorteny sem er friðlýst svæði vegna þess hversu fjölbreytta flóru gróðurs þar má finna. Leið okkar liggur að þorpinu Soldeu, sem stendur í 1825 metra hæð yfir sjávarmáli og er eitt hæstliggjandi þorpa í Evrópu. Á meðan á gönguferðunum stendur verður gist í Soldeu þar sem dvalið er á góðu hóteli umvöfðu stórbrotnum fjallshlíðum Pýreneafjallanna. Seinni hluta ferðarinnar verður svo haldið til heims- og menningarborgarinnar Barcelona þar sem við kynnumst borginni á rafhjólum. Barcelona hefur upp á allt að bjóða, listasöfn, glæsilegar verslanir og fjölbreytta matarmenningu.

Verð á mann 269.900 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 42.900 kr.


Innifalið

 • 10 daga ferð.
 • Flug með Icelandair og flugvallarskattar.
 • Rútuferð frá Barcelona til Andorra og til baka út á flugvöll.
 • Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
 • Morgunverður allan tímann á hótelum.
 • 7 kvöldverðir.
 • Göngudagskrá í Andorra.
 • Rafhjólaferð í Barcelona.
 • Leiðsögn staðarleiðsögumanns í göngu- og hjólaferðum.
 • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

 • Aðgangseyrir inn í söfn, hallir og kirkjur.
 • Kláfar og stólalyftur upp á fjöll.
 • Hádegisverðir og annar tilfallandi kostnaður á göngunum.
 • Forfalla- og ferðatryggingar.
 • Þjórfé.

Undirbúningur

Mikilvægt er að þátttakendur séu í ágætis gönguformi en besti undirbúningurinn er að ganga reglulega á fjöll. Fyrir þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu er gott að fara upp að Steini í Esjunni a.m.k. þrisvar til fjórum sinnum fyrir ferðina. Ágætis viðmið er að geta gengið upp að Steini Esjunnar á innan við 2 klst. og líða vel eftir gönguna. Þeir sem búa fjær velja sér sitt staðarfjall til að ganga á og sameina þar með undirbúning og útiveru. Því fylgir mikil ánægja að æfa fyrir gönguferð af þessu tagi og farþegar njóta sjálfrar ferðarinnar miklu betur ef þeir æfa og undirbúa sig vel fyrir ferðina.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

10. september | Flug til Barcelona

Brottför frá Keflavík kl. 10:15 Mæting í Leifsstöð í síðasta lagi 2,5 klst. fyrir brottför. Lending í Barcelona kl. 16:30 að staðartíma. Haldið með rútu til þorpsins Soldeu, sem liggur í 20 kílómetra fjarlægð frá Andorra. Aksturinn tekur um 3,5 klukkustundir. Gist verður miðsvæðis í bænum Soldeau í 5 nætur. 

11. september | Uppistöðulónið Engolasters

Fyrsta daginn göngum við að uppistöðulóninu við Engolasters sem liggur í 1.600 metra hæð yfir sjávarmáli. Við köstum aðeins mæðinni á huggulegri sólarverönd við lónið áður en við höldum að næsta áfangastað, þjóðgarðinum Madriu, en hann er eins og svo margir þjóðgarðar Pýreneafjallanna friðlýst svæði af UNESCO.

 • Erfiðleikastig: Auðveld ganga. 
 • Göngutími: ca. 4,5 klst. 
 • Hækkun/lækkun: ca. 175 m/150 m 

12. september | Vall del Riu

Gönguleið dagsins leiðir okkur að hinum fagra dal, Vall del Riu. Dalurinn er einn af elstu og upprunalegu dölum Andorra. Á leið okkar um svæðið Bordes de l‘ Armiana verða mörg eyðibýli og kirkjan Sant Joan de Caselles, sem reist var á 11. öld. Við heimsækjum bæinn Canillo og eftir góðan tíma þar förum við með rútu aftur til baka á hótelið.

 • Erfiðleikastig: Auðveld ganga. 
 • Hækkun/lækkun: ca. 380 m/480 m.
 • Göngutími: ca. 5 klst. 
Opna allt

13. september | Þjóðgarðurinn Sorteny

Við byrjum á klukkustunda akstri að upphafspunkti gönguleiðar þessa dags, Sorteny þjóðgarðinum.Vegna hinnar fjölbreyttu gróðurflóru er svæðið friðlýst og á göngu okkar um þetta fallega svæði mun þetta einstaka landslag sífellt koma okkur á óvart. Í lok dagsins heimsækjum við svo safnið Areny-Plandolit en safnið var heimili einnar áhrifamestu fjölskyldu í Andorra á 19. öldinni.

 • Erfiðleikastig: Auðveld ganga. 
 • Hækkun/lækkun: ca. 350 m/550 m 
 • Göngutími: ca. 5 klst. 

14. september | Incles dalur

Dagurinn byrjar á göngu frá þorpinu Soldeu þaðan sem gengið verður á þröngum gönguslóðum upp á við og í gegnum furuskóga þar til komið verður að fjallaskálanum Siscaró sem er í 2.115 metra hæð. Við röltum örlítið hærra þar til komið verður að ægifögrum Incles dalnum þar sem bergvatnsár, rústir gamalla sveitahlaða og endalausar blómabreiður fanga augað.

 • Erfiðleikastig: Miðlungserfið ganga. Langur dagur um þrönga stíga að hluta. 
 • Hækkun/lækkun: ca. 500 m
 • Göngutími: ca. 6 klst.

15. september | Tristaina vatn og Meritxell

Í dag ætlum við að ganga frá Soldeau til þorpsins Arcalis sem liggur í 2.240 metra hæð. Gönguleiðin liggur meðfram hjólaveg hinnar frægu hjólakeppni Tour de France og hækkar í samræmi við hjólaleið keppninnar. Gengið er að hluta til á mjóum gönguslóðum og á þessari skemmtilega og fallegu leið verða á vegi okkar m.a jökulsigketill, sægræn bergvötn og ef heppnin er með okkur gætum við orðið vör við nokkur múrmeldýr. Dagurinn endar í bænum Meritxell sem er ekki langt frá frönsku landamærunum.

 • Erfiðleikastig: Miðlungserfið ganga um þrönga stíga að hluta.
 • Hækkun/lækkun: ca. 550 m.
 • Göngutími: ca. 5 klst.

16. september | Pessonsvötnin

Við byrjum daginn í skíðabænum Grau Roig og fagurt granítlandslagið fylgir okkur að svokölluðum Pessonsvötnum en þessi vötn samanstanda af 17 jökulvötnum vítt og breitt um svæðið og eru umvafin tignarlegum klettum. Stærstir tindanna eru Pessons-, Ribul og Monmalústindar og eru þeir allir nálægt 2.800 metrar á hæð. Gönguleiðin, sem leiðir okkur í gegnum dali umlukta fjöllum og meðfram tærum bergvötnum, þykir með þeim fegurri á Andorra svæðinu.

 • Erfiðleikastig: Auðveld ganga.
 • Hækkun/lækkun: ca. 450 m.
 • Göngutími: ca. 5 klst.

17. september | Barcelona - frjáls dagur

Í dag kveðjum við Andorra. Eftir góðan morgunverð á hótelinu verður haldið til Barcelona. Gist verður á hóteli miðsvæðis í borginni og eftir að hafa komið sér fyrir þar, kynnumst við þessari næst stærstu borg Spánar á eigin vegum. 

18. september | Hjólað um Barcelona.

Við ætlum að setjast á rafhjól og kynnast þessari fjölbreyttu og líflegu borg aðeins nánar. Barcelona, höfuðborg Katalóníu, er með fegurstu borgum álfunnar. Hún er þekkt fyrir byggingar arkitektsins Gaudí en þær skreyta borgina hvert sem litið er. Borgin er mjög gömul og saga hennar merkileg en fegurð hennar og gestrisni íbúanna gera dvölina einstaka. Af merkum byggingum eftir Gaudí má nefna kirkjuna La Sagrada Familia, húsin Casa Battló og Casa Milá og garðinn Güell en þessi verk Gaudí eru öll komin á heimsminjaskrá UNESCO. Gotneska hverfinu má ekki gleyma og kirkjunni við hafið sem er dásamleg og margir þekkja úr bók Ildefonso Falcones. Einnig verður tími til að kanna líf bæjabúa og líta inn á líflega kaupmenn borgarinnar. 

19. september | Heimferð.

Það er komið að heimferð. Eftir hádegi verður farið með rútu út á flugvöll í Barcelona, þaðan sem flogið verður heim kl. 16:10. Lent er í Keflavík kl. 18:40 að staðartíma.

Myndir úr ferðinni

Fararstjórn

Auður Elva Kjartansdóttir

Auður ólst upp á ferðalögum og miklu flakki á milli þess sem hún lék sér við Þingvallavatn, ýmist við að klífa kletta, synda í vatninu eða rannsaka pöddur með stækkunargleri.

Hótel

Room Mate Gerard Hotel

Room Mate Gerard Hotel er vel staðsett hótel í Barcelona, aðeins örstutt frá Plaça Catalunya. Hótelið er hlýlegt og í öllum herbergjunum er bað/sturta, sjónvarp, loftræsting, míníbar, hárþurrka, öryggishólf og þráðlaus nettenging. Á morgunverðarhlaðborðinu er boðið upp á allskyns katalónskar matvörur. Á veröndinni er sundlaug og sólbekkir en þar er líka skemmtilegt útsýni  yfir Ensanche hverfi Barcelona. 

Vefsíða hótelsins.

Himàlaia Soldeu hotel

Himàlaia Soldeu hotel er 4* hótel í Andorra, staðsett í hjarta Pýreneafjallanna. Sökum þessarar frábæru staðsetningar er hótelið upplagt fyrir þá sem vilja stunda fjölbreytta útivist umkringd fjallafegurð. Herbergin eru með sturtu/baði, sjónvarpi,míníbar, öryggishólfi, hárþurrku og þráðlausri nettengingu. Á hótelinu er heitur pottur, sauna, tyrkneskt bað og líkamsræktaraðstaða. 

Vefsíða hótelsins.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00