Svigskíðaferð til Flachau
3. - 10. febrúar 2024 (8 dagar)
Skíðaparadísin Flachau liggur í allt að 1980 m hæð yfir sjávarmáli en svæðinu tilheyra hinir þekktu skíðabæir Wagrain, Zauchensee, Altenmarkt, Flachauwinkl og Kleinarl, sem eru Íslendingum að góðu kunnir. Skíðasvæðið sem nefnist Ski Amade er með samtals 760 km af snjóhvítum skíðabrekkum við allra hæfi og með 270 skíðalyftum. Flogið er með Icelandair til Salzburg og ekið þaðan sem leið liggur til Flachau. Gist er á fjölskyldureknu hóteli í austurrískum stíl þar sem morgunverðarhlaðborð og fjögurra rétta kvöldverður með salathlaðborði er innifalið. Hótelið er einnig með huggulega heilsulind. Það tekur aðeins nokkrar mínútur að ganga að næstu skíðalyftu en einnig er hægt að taka skíðarútu fyrir utan hótelið til að komast á önnur skíðasvæði. Hægt er að skíða milli svæða með sama skíðakortinu. Fararstjóri er með hópnum alla ferðina, gistir á sama hóteli og sér um að skipuleggja skíðaferðir fyrir þá sem það vilja.