Maraþon í Dublin

25. - 29. október 2019 (5 dagar)

Bændaferðir bjóða nú í fyrsta sinn upp á maraþon í Dublin á Írlandi, höfuðborg eyjunnar grænu. Dublinar maraþonið státar af því að vera fjórða fjölmennasta maraþon Evrópu og það selst ávallt upp mörgum mánuðum áður en skotið er af rásbyssunni! Í ár seldust hlaupanúmerin í þetta vinsæla maraþon upp næstum ári fyrir hlaup en unnt er að fá númer sem hluta af ferðapakka hjá Bændaferðum. Dublin er fornfræg borg sem byggð var af víkingum fyrir rúmum þúsund árum. Í dag er Dublin lífleg og vinaleg borg með yfir milljón íbúum. Borgin er þekkt fyrir mikilfenglegan arkitektúr og bókmenntasögu sem og næturlífið og áhugaverðar krár. Hví ekki að taka þátt í Dublinar maraþoninu í október og kanna hvort írska heppnin sé ekki með farteskinu! 

Verð á mann 139.900 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 53.600 kr.

Þátttökugjald í Dublin maraþonið 12.400 kr.


Innifalið

 • Flug með Icelandair og flugvallaskattar.
 • Ferðir til og frá flugvelli í Dublin.
 • Gisting í 2ja manna herbergi.
 • Morgunverður.


Innifalið í þátttökugjaldi

 • Verðlaunapeningur.
 • Bolur.
 • Gjafapoki.
 • Tímataka.

Ekki innifalið

 • Þátttökugjöld í hlaupið.
 • Hádegis- og kvöldverðir.
 • Forfalla- og ferðatryggingar.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

Dublinar maraþonið

Dublinar maraþonið var fyrst haldið árið 1980 með 2100 þátttakendum og er þekkt sem „vinalega maraþonið“. Hlaupið er jafnframt meistaramót Írlands í maraþoni. Ár eftir ár hefur verið metþátttaka í þessu vinsæla hlaupi en hámarkssfjöldi þátttakenda var aukin í 20.000 fyrir þremur árum síðan en engu að síður selst upp í hlaupið ár eftir ár. Yfir 6000 erlendir hlauparar taka þátt í maraþoninu frá yfir 60 löndum. Einungis London, París og Berlín státa af fjölmennari maraþonum og því er ljóst að Dublinar maraþonið hefur skipað sér í sess á meðal þeirra stærstu.

Hlaupaleiðin er tiltölulega flöt og viðurkennd af AIMS (Association of International Marathons and Distance Races). Þátttakendur hlaupa einn hring sem hefst við Fitzwilliam Street Upper í miðborg Dublin og endar við Merrion Square, ekki fjarri upphafsstað maraþonsins og í grennd við hinn sögulega 400 ára gamla Trinity háskóla. Leiðin liggur í gegnum mörg af frægari 18. aldar strætum borgarinnar og hinn fallega Phoenix garð. Yfirleitt eru kjöraðstæður til maraþonhlaupa í Dublin í október og írska veðurfarið fellur vel að íslenskum hlaupurum þar sem meðalhiti er 12-14 gráður og úrkoma lítil. Hlaupið er ræst í fjórum ráshólfum og er þátttakendum raðað í ráshólf eftir því hvaða viðurkennda tíma þeir eiga skráðann.

Dublin

Líflega og vinalega Dublin er þekkt fyrir steinlögð stræti, bókmenntasögu, krár og næturlíf. Að loknu maraþoni er upplagt að njóta þess að ganga að pósthúsinu við O´Connell stræti þar sem páskauppreisnin hófst árið 1916. Virða fyrir sér St. Patrick´s Cathedral, rölta að Dublinarkastala og kasta kveðju á Molly Malone. Tilvalið er að kasta mæðinni í hinu fjöruga Temple bar hverfi eða heimsækja St. Stephen´s Green garðinn og hverfa út í guðsgræna náttúruna inn í miðri borg

Flugið

Flogið verður með Icelandair til Dublin þann 25. október. Brottför er frá Keflavík kl. 07:30 en mæting í Leifstöð er í síðasta lagi 2 klst. fyrir brottför. Lent verður í Dublin kl. 10:50 að staðartíma. Flogið verður heim þann 29. október kl. 11:20 og lent í Keflavík kl. 13:40 að íslenskum tíma.  

Myndir úr ferðinni

Hótel

Mespil Hotel

Gist verður á Mespil Hotel, sem er fjögurra stjörnu hótel staðsett í hjarta Dublinar við árbakka Grand Canal við Baggot St Bridge. Það er einungis um 10 mínútna gangur að Grafton St verslunarhverfinu og að maraþon expoinu þar sem gögn fyrir maraþonið eru sótt. Hótelið er nýlega endurgert og er með veitingastað, bar og líkamsræktarstöð. Hér má skoða heimasíðu hótelsins.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00