Jötunheimar í Noregi

12. – 19. ágúst 2018 (8 dagar)

Jötunheima þjóðgarðurinn í Suður-Noregi býður upp á heillandi landslag fyrir skemmtilegar gönguferðir í mjög fjölbreytilegu landslagi. Fjöllin eru þakin kjarri og mosa, en dalirnir birki- og lerkiskógum. Ár, fossar og vötn er að finna milli fjallanna og jöklar skríða fram. Við fjallasel er sauðfé á beit, en bæði elgir og hreindýr eru hér á heimaslóðum. Jötunheimar ná yfir um 3.500 km² svæði og hér er að finna hæstu tinda Noregs, Galdhöpiggen 2.469 m og Glitterind 2.464 m. Hin vinsæla gönguleið yfir Besseggen hrygg er einmitt á þessum slóðum. Innlendur staðarleiðsögumaður í samvinnu við íslenska fararstjórann mun velja hentugar gönguleiðir hvern dag. Þeir munu leiða hópinn í sameiningu um þennan einstaka þjóðgarð og fræða fólk um það sem á vegi verður. Gist verður á sama stað á heimilislegu fjallahóteli í þjóðgarðinum. Öll herbergi eru með baði og á hótelinu er nuddpottur og gufubað. Mikil matarhefð er á svæðinu og hótelið býður upp á góðan mat tilreiddan úr afurðum héraðsins. Þessi ferð hentar þeim sem elska útivist og vilja stundum blása úr nös.

Verð á mann í tvíbýli 244.900 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 29.600 kr.


Innifalið

 • 7 daga ferð
 • Flug með Icelandair til Oslo og flugvallaskattar.
 • Rútuferð frá Oslo til Jötunheima og tilbaka út á flugvöll.
 • Gisting í 7 nætur á fjallahóteli í herbergjum með baði í Jötunheimum
 • Fullt fæði, gestir smyrja sér nesti af morgunverðarhlaðborði.
 • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

 • Tilfallandi kostnaður á gönguferðum.
 • Forfalla- og ferðatryggingar.

Undirbúningur

Erfiðleikaflokkur gönguferðanna er miðlungs til erfiðar.

Mikilvægt er að þátttakendur séu í góðu gönguformi og vanir göngum. Því fylgir mikil ánægja að æfa fyrir gönguferð af þessu tagi og farþegar njóta sjálfrar ferðarinnar betur ef þeir æfa og undirbúa sig vel fyrir ferðina.
Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum þegar komið er á staðinn.

Kort af ferðinni

Ferðalýsing

Prenta ferðalýsingu

12. ágúst | Flug til Oslo - Jötunheimar

Brottför frá Keflavík kl. 07:50. Mæting í Leifsstöð í síðasta lagi 2 klst. fyrir brottför. Lending í Osló kl.12:20 að staðartíma. Ekið verður til Jötunheima með hressingarstoppi á leiðinni, en keyrslan er rúmlega 5 tímar.

13. ágúst | Fjöll og sel

Strax fyrsta daginn fáum við smjörþefinn af því besta sem þetta svæði hefur upp á að bjóða; dynjandi fossar, friðsæl engi með kindur á beit og þéttir birkiskógar. Við horfum yfir ánna Mäander des Sjoa með allar sínar eyjur og frá hæsta punkti göngunnar 1400m milli Gjendalpen og Rondane er stórkostlegt útsýni í allar áttir.

 • Göngutími 3-4 klst.
 • Hæðarmunur: ca. 500 m

14. ágúst | Gjárnar Hinde og Veo

Á gönguferð dagsins munum við líta tvær gjár, hina þröngu og leyndardómsfullu Hinde og hina breiðu jökulsorfnu Veo. Frá Hindflya hásléttunni er fögur sýn á Nautgardstind 2.257m.

 • Göngutími ca. 5-6 klst
 • Hæðarmunur ca. 500 m.
Opna allt

15. ágúst | Russli

Gengið verður á bökkum Hinde árinnar á svæði þöktu mosa og grasi. Við fylgjum ánni framhjá Rugsveen selinu upp á Hindflyin hásléttuna, en þaðan er víðfemt útsýni. Til suðurs má sjá niður í fallega dalinn Russdalen og í góðu veðri jafnvel líka steina- og vatnalandslagið á Hindholet 1.650m

 • Göngutími 5-6 klst.
 • Hæðarmunur ca. 600 m.

16. ágúst | Frjáls dagur

Nú má annað hvort taka það rólega, rölta um á eigin vegum eða fara með fararstjóranum í hörku göngu upp á topp Besseggen.

 • Göngutími 6-7 klst.
 • Þriggja skóga ganga.

17. ágúst | Í fótspor elganna

Haldið verður upp fjallshlíð Hindsæterkampen sem er heimafjall okkar á staðnum. Gengið í ilmandi lerkiskógi þar sem hreindýramosi þekur skógarbotninn og mosafléttur lafa niður úr grenigreinum. Hér voru áður veiðilendur til að veiða hreindýr og elgi, en dýrin voru rekin í kvíar sem enn má sjá á svæðinu. Hver veit nema við verðum svo lánsöm að sjá elg eða hreindýrum bregða fyrir sjónir.

 • Göngutími 3-4 klst.
 • Hæðarmunur ca. 500 m.

18. ágúst | Geitadalurinn - Griningsdalen

Dagurinn hefst á stuttri rútuferð upp í dalinn þar sem Sjoa áin myndar nokkur stór vötn. Gengið meðfram þessum og nokkrum smærri fjallavötnum þar til komið er að fjallaseli við Kampen sem er á fögrum útsýnisstað. Hér er fjöldi geita frá nokkrum býlum í Vågå á fjallabeit á sumrin og við fáum innsýn inn í lífshætti fyrri tíma. Á bakaleiðinni er gengið gegnum Stuttgonglie náttúruverndarsvæðið að Hindsæter.

 • Göngutími 4-5 klst.
 • Hæðarmunur ca. 500 m.

19. ágúst | Heimferð

Að morgunverði loknum verður ekið til Oslo. Þar verður frjáls tími til að kanna og upplifa þessa borg á eigin vegum og tilvalið að fá sér kvöldhressingu áður en rúta ferjar hópinn á flugvöllinn síðla dags. Brottför flugs kl. 21:25 og lending á Íslandi kl. 00:20.  

Myndir úr ferðinni

Fararstjórn

Íris Marelsdóttir

Íris Marelsdóttir er fædd árið 1961. Hún útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá HÍ 1986 og hefur starfað sem sjúkraþjálfari  hér heima og í Bandaríkjunum, meðal annars sem yfirsjúkraþjálfari á Reykjalundi og á Hjarta- og lungnastöðinni  í Reykjavík.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 09:30-16:00

 

Tengdar ferðir